Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 23:31 Rory McIlroy segir að aðrir kylfingar hafi fengið að njóta sín nú þegar LIV-kylfingarnir voru ekki með. Vísir/Getty Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð. Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“ Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“
Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira