Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 10:49 Sjáland var opnaður í maí 2020. vísir/Vilhelm Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem hefur leigt veitingareksturinn til Gourmet ehf. Groumet ehf. er í eigu Stefáns Magnússonar sem hefur jafnframt komið að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Símon Sigurður Pálsson, einn eigenda Arnarnesvogs, segir veitingastaðnum hafa verið lokað í fyrradag. Veitingastaðurinn hafi verið settur í þrot vegna skattaskuldar. Við það tilefni hafi skiptastjóri tekið húsnæðið í heild yfir. Þessi miði blasir við þeim sem mæta á Sjáland í dag.Vísir „Skiptastjóri hefur umsjón með öllu innandyra. Stefán Magnússon á húsgögn þar inni, borð og stóla,“ segir Símon Sigurður. Hræðileg staða komin upp Sjáland var að einhverju leyti tvískiptur staður. Veitingastaður öðru megin og svo veislusalur hinu megin þó stundum hafi starfsemi flætt á milli rýma. Veislusalurinn var leigður út fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og fleira. Símon Sigurður segir stöðuna sem upp sé komin alveg hræðilega. „Það eru margar giftingar fram undan,“ segir Símon Sigurður. Allt sé dálítið upp í loft og óvíst hvenær eigendur húsnæðisins fá það aftur í sínar hendur. „Vonandi tekur þetta sem stystan tíma. Það eru margir sem vilja þarna inn enda er þetta góður staður.“ Eigendur Arnarnesvogar ehf. og Gourmet ehf. hafa deilt um húsaleigu um nokkra hríð meðal annars vegar ástandsins sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að eigendur Arnarnesvogar ehf. hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Gjaldþrot Garðabær Veitingastaðir Brúðkaup Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem hefur leigt veitingareksturinn til Gourmet ehf. Groumet ehf. er í eigu Stefáns Magnússonar sem hefur jafnframt komið að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Símon Sigurður Pálsson, einn eigenda Arnarnesvogs, segir veitingastaðnum hafa verið lokað í fyrradag. Veitingastaðurinn hafi verið settur í þrot vegna skattaskuldar. Við það tilefni hafi skiptastjóri tekið húsnæðið í heild yfir. Þessi miði blasir við þeim sem mæta á Sjáland í dag.Vísir „Skiptastjóri hefur umsjón með öllu innandyra. Stefán Magnússon á húsgögn þar inni, borð og stóla,“ segir Símon Sigurður. Hræðileg staða komin upp Sjáland var að einhverju leyti tvískiptur staður. Veitingastaður öðru megin og svo veislusalur hinu megin þó stundum hafi starfsemi flætt á milli rýma. Veislusalurinn var leigður út fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og fleira. Símon Sigurður segir stöðuna sem upp sé komin alveg hræðilega. „Það eru margar giftingar fram undan,“ segir Símon Sigurður. Allt sé dálítið upp í loft og óvíst hvenær eigendur húsnæðisins fá það aftur í sínar hendur. „Vonandi tekur þetta sem stystan tíma. Það eru margir sem vilja þarna inn enda er þetta góður staður.“ Eigendur Arnarnesvogar ehf. og Gourmet ehf. hafa deilt um húsaleigu um nokkra hríð meðal annars vegar ástandsins sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að eigendur Arnarnesvogar ehf. hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins.
Gjaldþrot Garðabær Veitingastaðir Brúðkaup Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira