Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 14:08 Isaac Kwateng hefur verið hér á landi síðan árið 2018. Nú stefnir í að hann verði fluttur úr landi eftir nokkra daga. Vísir/Ívar Fannar Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. „Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“ Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“
Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira