Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2023 14:01 Strætóstoppistöðin Hólsvegur, sem er að finna hægra megin á myndinni, mun brátt heyra sögunni til. 150 metrar eru í næstu stöð, það er Sunnutorg. Vísir/Arnar Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira