Enski boltinn

Saka í enska lands­liðinu þrátt fyrir að hafa farið meiddur af velli á dögunum

Aron Guðmundsson skrifar
Bukayo Saka þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik gegn Lens í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni.
Bukayo Saka þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik gegn Lens í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni. Vísir/Getty

Buka­yo Saka, stjörnu­leik­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal, hefur verið valinn í enska lands­liðið í fót­bolta þrátt fyrir að hafa á þriðju­daginn þurft að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálf­leik gegn Lens í Meistara­deild Evrópu.

Enska lands­liðið á fyrir höndum tvo leiki í undan­keppni EM 2024 í Þýska­landi í næstu viku gegn Ítalíu og Austur­ríki en nafn hans verður að teljast nokkuð ó­vænt í enska lands­liðs­hópnum.

Mikel Arteta, knatt­spyrnu­stjóri Arsenal, hefur látið hafa það eftir sér að hann hafi á­hyggjur af stöðunni á Saka fyrir komandi stór­leik liðsins gegn Manchester City um helgina.

Þá virðist staðan á leik­manninum væra nægi­lega góð til þess að hann sé valinn í enska lands­liðið sem gefur vís­bendingar um að meiðsli hans í leiknum gegn Lens á dögunum hafi ekki verið al­var­leg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×