Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Oddur Ævar Gunnarsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 11:23 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira