„Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Áslaugu Örnu hafa rætt við sig að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56