Vatnaskógastrákum barst óvæntur risa styrkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2023 14:01 Nói ásámt frændum sínum þeim Kristjáni Daða Runólfssyni og Örnólfi Sveinssyni. Þeir gengu 55 kílómetra leið frá Reykjavík í Vatnaskóg í sumar. Nóa Pétri Ásdísarsyni Guðnasyni og félögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra, barst heldur betur óvæntur liðsstyrkur. Tveir skógarmenn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í október og þar til 3. nóvember næstkomandi. „Þetta er með betri fréttum sem ég hef fengið,“ segir Nói Pétur, eðli málsins samkvæmt kampakátur, í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið fór hinn 17 ára gamli nemandi af stað með metnaðarfulla söfnun til handa Vatnaskógi í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra. Það vakti landsathygli í ágúst þegar Nói gekk úr Reykjavík í Vatnaskóg, 55 kílómetra leið, ásamt frændum sínum þeim Kristjáni Daða Runólfssyni og Örnólfi Sveinssyni til styrktar söfnuninni. Um var að ræða sömu leið og fyrst var farin í sumarbúðirnar árið 1923. Nú þegar hafa safnast 6,1 milljón króna en markmiðið hefur verið að safna 1000 krónum fyrir hvern dag í hundrað ára sögu Vatnaskógar. Velunnarar Vatnaskógar hafa heitið því að jafna allar þær gjafir sem koma í söfnunina fram að 2. nóvember, allt að fimm milljónum króna. „Fólk getur þannig tvöfaldað hverja krónu sem þau setja í söfnunina, sem er alveg magnað! Feðgar sem hafa oftsinnis notið góðra stunda í Vatnaskógi vildu láta gott af sér leiða og vonandi hvetja fleiri til að gera það líka,“ segir Nói. Strákarnir vilja tryggja framtíð Vatnaskógar. Það sé staður sem sé engum líkur hér á landi. „Við erum með stiku á heimasíðunni söfnunarinnar, www.vatnaskogur100.is sem sýnir hvert við erum komin að hverju sinni. Árin 1923 og fram til 1940 eru klár. Núna fyrr í september bárust okkur svo þessar frábæru fréttir, að jafna ætti allar gjafir út október!“ segir Nói himinlifandi. Málið er í raun einfalt, ef einstaklingur eða fyrirtæki ákveður að gefa 1000 krónur, koma þessir velunnarar með 1000 á móti, þannig tvöfaldast hver þúsundkall Vatnaskógi og hugsjónunum og krafti staðarins í hag, ef gjöfin er 100.000 krónur koma velunnarnir með aðrar 100.000 krónur á móti og svo framvegis. Feðgarnir hafa tekið frá 5 milljónir í verkefnið. Gjöfin gæti því orðið 10 milljónir!“ Nói segist ekki enn vera farinn að þora að láta sig dreyma um það hvernig hann ætli að halda upp á það í lok árs ef markmiðið náist. Hann segir verkefnið snúast um vegferðina frekar en áfangastaðinn. „Við gerum þetta vegna þess að við elskum Vatnaskóg. Það gera það líka svo margir og vilja að staðurinn verði áfram í fullu fjöri eftir hundrað ár. Þess vegna trúi ég því að þetta muni nást.“ Trúmál Hvalfjarðarsveit Félagasamtök Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Þetta er með betri fréttum sem ég hef fengið,“ segir Nói Pétur, eðli málsins samkvæmt kampakátur, í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið fór hinn 17 ára gamli nemandi af stað með metnaðarfulla söfnun til handa Vatnaskógi í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra. Það vakti landsathygli í ágúst þegar Nói gekk úr Reykjavík í Vatnaskóg, 55 kílómetra leið, ásamt frændum sínum þeim Kristjáni Daða Runólfssyni og Örnólfi Sveinssyni til styrktar söfnuninni. Um var að ræða sömu leið og fyrst var farin í sumarbúðirnar árið 1923. Nú þegar hafa safnast 6,1 milljón króna en markmiðið hefur verið að safna 1000 krónum fyrir hvern dag í hundrað ára sögu Vatnaskógar. Velunnarar Vatnaskógar hafa heitið því að jafna allar þær gjafir sem koma í söfnunina fram að 2. nóvember, allt að fimm milljónum króna. „Fólk getur þannig tvöfaldað hverja krónu sem þau setja í söfnunina, sem er alveg magnað! Feðgar sem hafa oftsinnis notið góðra stunda í Vatnaskógi vildu láta gott af sér leiða og vonandi hvetja fleiri til að gera það líka,“ segir Nói. Strákarnir vilja tryggja framtíð Vatnaskógar. Það sé staður sem sé engum líkur hér á landi. „Við erum með stiku á heimasíðunni söfnunarinnar, www.vatnaskogur100.is sem sýnir hvert við erum komin að hverju sinni. Árin 1923 og fram til 1940 eru klár. Núna fyrr í september bárust okkur svo þessar frábæru fréttir, að jafna ætti allar gjafir út október!“ segir Nói himinlifandi. Málið er í raun einfalt, ef einstaklingur eða fyrirtæki ákveður að gefa 1000 krónur, koma þessir velunnarar með 1000 á móti, þannig tvöfaldast hver þúsundkall Vatnaskógi og hugsjónunum og krafti staðarins í hag, ef gjöfin er 100.000 krónur koma velunnarnir með aðrar 100.000 krónur á móti og svo framvegis. Feðgarnir hafa tekið frá 5 milljónir í verkefnið. Gjöfin gæti því orðið 10 milljónir!“ Nói segist ekki enn vera farinn að þora að láta sig dreyma um það hvernig hann ætli að halda upp á það í lok árs ef markmiðið náist. Hann segir verkefnið snúast um vegferðina frekar en áfangastaðinn. „Við gerum þetta vegna þess að við elskum Vatnaskóg. Það gera það líka svo margir og vilja að staðurinn verði áfram í fullu fjöri eftir hundrað ár. Þess vegna trúi ég því að þetta muni nást.“
Trúmál Hvalfjarðarsveit Félagasamtök Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“