Vatnaskógastrákum barst óvæntur risa styrkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2023 14:01 Nói ásámt frændum sínum þeim Kristjáni Daða Runólfssyni og Örnólfi Sveinssyni. Þeir gengu 55 kílómetra leið frá Reykjavík í Vatnaskóg í sumar. Nóa Pétri Ásdísarsyni Guðnasyni og félögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra, barst heldur betur óvæntur liðsstyrkur. Tveir skógarmenn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í október og þar til 3. nóvember næstkomandi. „Þetta er með betri fréttum sem ég hef fengið,“ segir Nói Pétur, eðli málsins samkvæmt kampakátur, í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið fór hinn 17 ára gamli nemandi af stað með metnaðarfulla söfnun til handa Vatnaskógi í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra. Það vakti landsathygli í ágúst þegar Nói gekk úr Reykjavík í Vatnaskóg, 55 kílómetra leið, ásamt frændum sínum þeim Kristjáni Daða Runólfssyni og Örnólfi Sveinssyni til styrktar söfnuninni. Um var að ræða sömu leið og fyrst var farin í sumarbúðirnar árið 1923. Nú þegar hafa safnast 6,1 milljón króna en markmiðið hefur verið að safna 1000 krónum fyrir hvern dag í hundrað ára sögu Vatnaskógar. Velunnarar Vatnaskógar hafa heitið því að jafna allar þær gjafir sem koma í söfnunina fram að 2. nóvember, allt að fimm milljónum króna. „Fólk getur þannig tvöfaldað hverja krónu sem þau setja í söfnunina, sem er alveg magnað! Feðgar sem hafa oftsinnis notið góðra stunda í Vatnaskógi vildu láta gott af sér leiða og vonandi hvetja fleiri til að gera það líka,“ segir Nói. Strákarnir vilja tryggja framtíð Vatnaskógar. Það sé staður sem sé engum líkur hér á landi. „Við erum með stiku á heimasíðunni söfnunarinnar, www.vatnaskogur100.is sem sýnir hvert við erum komin að hverju sinni. Árin 1923 og fram til 1940 eru klár. Núna fyrr í september bárust okkur svo þessar frábæru fréttir, að jafna ætti allar gjafir út október!“ segir Nói himinlifandi. Málið er í raun einfalt, ef einstaklingur eða fyrirtæki ákveður að gefa 1000 krónur, koma þessir velunnarar með 1000 á móti, þannig tvöfaldast hver þúsundkall Vatnaskógi og hugsjónunum og krafti staðarins í hag, ef gjöfin er 100.000 krónur koma velunnarnir með aðrar 100.000 krónur á móti og svo framvegis. Feðgarnir hafa tekið frá 5 milljónir í verkefnið. Gjöfin gæti því orðið 10 milljónir!“ Nói segist ekki enn vera farinn að þora að láta sig dreyma um það hvernig hann ætli að halda upp á það í lok árs ef markmiðið náist. Hann segir verkefnið snúast um vegferðina frekar en áfangastaðinn. „Við gerum þetta vegna þess að við elskum Vatnaskóg. Það gera það líka svo margir og vilja að staðurinn verði áfram í fullu fjöri eftir hundrað ár. Þess vegna trúi ég því að þetta muni nást.“ Trúmál Hvalfjarðarsveit Félagasamtök Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
„Þetta er með betri fréttum sem ég hef fengið,“ segir Nói Pétur, eðli málsins samkvæmt kampakátur, í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið fór hinn 17 ára gamli nemandi af stað með metnaðarfulla söfnun til handa Vatnaskógi í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra. Það vakti landsathygli í ágúst þegar Nói gekk úr Reykjavík í Vatnaskóg, 55 kílómetra leið, ásamt frændum sínum þeim Kristjáni Daða Runólfssyni og Örnólfi Sveinssyni til styrktar söfnuninni. Um var að ræða sömu leið og fyrst var farin í sumarbúðirnar árið 1923. Nú þegar hafa safnast 6,1 milljón króna en markmiðið hefur verið að safna 1000 krónum fyrir hvern dag í hundrað ára sögu Vatnaskógar. Velunnarar Vatnaskógar hafa heitið því að jafna allar þær gjafir sem koma í söfnunina fram að 2. nóvember, allt að fimm milljónum króna. „Fólk getur þannig tvöfaldað hverja krónu sem þau setja í söfnunina, sem er alveg magnað! Feðgar sem hafa oftsinnis notið góðra stunda í Vatnaskógi vildu láta gott af sér leiða og vonandi hvetja fleiri til að gera það líka,“ segir Nói. Strákarnir vilja tryggja framtíð Vatnaskógar. Það sé staður sem sé engum líkur hér á landi. „Við erum með stiku á heimasíðunni söfnunarinnar, www.vatnaskogur100.is sem sýnir hvert við erum komin að hverju sinni. Árin 1923 og fram til 1940 eru klár. Núna fyrr í september bárust okkur svo þessar frábæru fréttir, að jafna ætti allar gjafir út október!“ segir Nói himinlifandi. Málið er í raun einfalt, ef einstaklingur eða fyrirtæki ákveður að gefa 1000 krónur, koma þessir velunnarar með 1000 á móti, þannig tvöfaldast hver þúsundkall Vatnaskógi og hugsjónunum og krafti staðarins í hag, ef gjöfin er 100.000 krónur koma velunnarnir með aðrar 100.000 krónur á móti og svo framvegis. Feðgarnir hafa tekið frá 5 milljónir í verkefnið. Gjöfin gæti því orðið 10 milljónir!“ Nói segist ekki enn vera farinn að þora að láta sig dreyma um það hvernig hann ætli að halda upp á það í lok árs ef markmiðið náist. Hann segir verkefnið snúast um vegferðina frekar en áfangastaðinn. „Við gerum þetta vegna þess að við elskum Vatnaskóg. Það gera það líka svo margir og vilja að staðurinn verði áfram í fullu fjöri eftir hundrað ár. Þess vegna trúi ég því að þetta muni nást.“
Trúmál Hvalfjarðarsveit Félagasamtök Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira