„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 20:01 Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim. Vísir/Vilhelm Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst. Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“