Sex Íslendingar hafa horfið erlendis undanfarinn áratug Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. október 2023 07:00 Þorleifur Hallgrímur Kristínarson (t.v.) Jón Þröstur Jónsson og Friðrik Kristjánsson eru á meðal þeirra Íslendinga sem horfið hafa sporlaust á undanförnum áratug. Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu. Að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju. Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Reykjavík síðdegis þann 18. september síðastliðinn. Vitað er um fimm tilfelli þar sem Íslendingar hafa horfið erlendis undafarinn áratug, fjórir karlmenn og ein kona. Friðrik Kristjánsson Ár: 2013 Land: Paragvæ Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust í Paragvæ fyrripart ársins 2013, þá þrítugur að aldri. Fyrstu fregnir af hvarfi hans bárust í apríl það ár en þann 31. mars hafði Friðrik tvisvar sinnum reynt að hringja í fjölskyldu sína, á innan við tíu mínútum, án árangurs. Var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ. Eftir það náðist aldrei í hann aftur. Fjölmiðlar hér heima og erlendis hafa fjallað töluvert um hvarf Friðriks Kristjánssonar undanfarin áratug.Vísir Lögreglan óskaði í framhaldinu eftir aðstoð Interpol til þess að finna Friðrik og var þá talið að hann væri staddur í Paragvæ eða Brasilíu. Eftirgrennslan bar þó ekki árangur. Í gegnum árin hafa verið uppi háværar sögusagnir um að hvarf Friðriks tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þær sögusagnir hafa þó aldrei staðfestar af lögreglu. Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Snert var á hvarfinu í meiðyrðamáli fyrir dómstólum árið 2019. Í byrjun apríl 2021 birti Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks, færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til fólks sem vissi eitthvað um hvarf Friðriks að stíga fram og segja frá. Í færslunni segir Vilborg að í gegnum árin hafi margt komið fram sem hafi hjálpað fjölskyldunni og lögreglu við rannsóknina á hvarfi Friðriks. Þær upplýsingar hafi hins vegar ekki veitt nein svör við spurningunum um það hvar Friðrik sé niður kominn. Þorleifur Hallgrímur Kristínarson Ár: 2014 Land: Danmörk Þann 16. desember 2014 birtust fréttir í íslenskum fjölmiðlum þar sem lýst var eftir Þorleifi Hallgrími Kristínarsyni, tvítugum Íslendingi, sem þá hafði verið týndur í Danmörku í fjóra daga. Þorleifur var staddur í heimsókn í bænum Fredrikshavn og hafði farið út að skemmta sér á föstudagskvöldið. Síðustu skilaboð Þorleifs áður en hann hvarf voru til vinkonu sinnar er hann yfirgaf veitingastað í bænum rétt eftir klukkan sex að morgni laugardags. Hann sagðist þá vera á leið heim til hennar. Upptökur öryggismyndavéla sýna mann sem svipar til Þorleifs klifra yfir girðingu við höfnina í Fredrikshavn snemma á laugardagsmorgni. Kristín Hildur Þorleifsdóttir, móðir Þorleifs greindi frá því í viðtali við DV í febrúar 2017 að til væri myndband þar sem Þorleifur sést ganga að bryggjusporðinum í Fredrikshavn og síðan stökkva út í opinn dauðann. Í viðtalinu rakti hún jafnframt sögu sonar síns, en Þorleifur hafði glímt við mikið mótlæti í lífinu og var að sögn Hildar komin á vonarvöl. „Hann var búinn að fá nóg. Hvert sem hann sneri sér þá rakst hann á veggi og hann gat ekki meira.“ Hala Mohamed Zaki Ibrahim Ár: 2016 Land: Egyptaland/Reykjavík Í mars 2017 greindi Vísir frá því að íslenskrar konu, Hala Mohamed Zaki Ibrahim, hefði verið saknað í tæpt ár. Hala var fædd í Egyptalandi en hafði búið á Íslandi í mörg ár og var íslenskur ríkisborgari. Hún starfaði sem leiðbeinandi á leikskóla. Lýst var eftir Hala á vef Interpol í nokkurn tíma, að beiðni fjölskyldumeðlima, en það bar ekki árangur. Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að ekki væri uppi grunur um saknæma háttsemi og að lýst hafi verið eftir Hala að beiðni fjölskyldu hennar. Málið væri úr höndum LRH þar sem talið væri að Hala væri stödd í Egyptalandi. Á vef Interpol kom hins vegar fram að Hala hefði horfið á Íslandi. Haukur Hilmarsson 2018 Ár: 2018 Land: Sýrland Haukur Hilmarsson ferðaðist til Sýrlands árið 2017 og gekk til liðs við alþjóðadeild hersveita Kúrda undir stjórn YPG. Hann tók þátt í orrustunni um Al-Raqqah það sama ár. Í mars 2018 var tilkynnt að Haukur hefði fallið í loftárás tyrkneska hersins í Afrin í Sýrlandi 24. febrúar það sama ár. Jarðneskar leifar Hauks Hilmarssonar hafa aldrei fundist.Mynd/Úr safni Nurhaks Tyrkneskir fjölmiðlar fullyrtu að Tyrkir myndu senda lík hans heim en tyrknesk stjórnvöld hafa ekki fengist til að staðfesta að þau viti hvar líkamsleifar hans sé að finna eða hvernig þau geti fullyrt að hann sé látinn. Líkamsleifar Hauks hafa aldrei fundist. Jón Þröstur Jónsson Ár: 2019 Land: Írland Hinn 41 árs gamli Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar 2018, og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann var hvorki með síma, veski né vegabréf. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Ekkerrt hefur spurst til Jóns Þrastar Jónssonar síðan þann 9. febrúar 2018.Vísir Jón, fjögurra barna faðir, var ásamt unnustu sinni í ferðalagi í Dublin til þess að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Í desember 2019 kom fram að að Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, og Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns, hefðu ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Í október 2020 var fullyrt í frétt Sunday Independent að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Tengiliðir fjölskyldunnar vísuðu þessum upplýsingum hins vegar á bug. Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins sem enn í dag er óupplýst. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju. Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Reykjavík síðdegis þann 18. september síðastliðinn. Vitað er um fimm tilfelli þar sem Íslendingar hafa horfið erlendis undafarinn áratug, fjórir karlmenn og ein kona. Friðrik Kristjánsson Ár: 2013 Land: Paragvæ Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust í Paragvæ fyrripart ársins 2013, þá þrítugur að aldri. Fyrstu fregnir af hvarfi hans bárust í apríl það ár en þann 31. mars hafði Friðrik tvisvar sinnum reynt að hringja í fjölskyldu sína, á innan við tíu mínútum, án árangurs. Var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ. Eftir það náðist aldrei í hann aftur. Fjölmiðlar hér heima og erlendis hafa fjallað töluvert um hvarf Friðriks Kristjánssonar undanfarin áratug.Vísir Lögreglan óskaði í framhaldinu eftir aðstoð Interpol til þess að finna Friðrik og var þá talið að hann væri staddur í Paragvæ eða Brasilíu. Eftirgrennslan bar þó ekki árangur. Í gegnum árin hafa verið uppi háværar sögusagnir um að hvarf Friðriks tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þær sögusagnir hafa þó aldrei staðfestar af lögreglu. Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Snert var á hvarfinu í meiðyrðamáli fyrir dómstólum árið 2019. Í byrjun apríl 2021 birti Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks, færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til fólks sem vissi eitthvað um hvarf Friðriks að stíga fram og segja frá. Í færslunni segir Vilborg að í gegnum árin hafi margt komið fram sem hafi hjálpað fjölskyldunni og lögreglu við rannsóknina á hvarfi Friðriks. Þær upplýsingar hafi hins vegar ekki veitt nein svör við spurningunum um það hvar Friðrik sé niður kominn. Þorleifur Hallgrímur Kristínarson Ár: 2014 Land: Danmörk Þann 16. desember 2014 birtust fréttir í íslenskum fjölmiðlum þar sem lýst var eftir Þorleifi Hallgrími Kristínarsyni, tvítugum Íslendingi, sem þá hafði verið týndur í Danmörku í fjóra daga. Þorleifur var staddur í heimsókn í bænum Fredrikshavn og hafði farið út að skemmta sér á föstudagskvöldið. Síðustu skilaboð Þorleifs áður en hann hvarf voru til vinkonu sinnar er hann yfirgaf veitingastað í bænum rétt eftir klukkan sex að morgni laugardags. Hann sagðist þá vera á leið heim til hennar. Upptökur öryggismyndavéla sýna mann sem svipar til Þorleifs klifra yfir girðingu við höfnina í Fredrikshavn snemma á laugardagsmorgni. Kristín Hildur Þorleifsdóttir, móðir Þorleifs greindi frá því í viðtali við DV í febrúar 2017 að til væri myndband þar sem Þorleifur sést ganga að bryggjusporðinum í Fredrikshavn og síðan stökkva út í opinn dauðann. Í viðtalinu rakti hún jafnframt sögu sonar síns, en Þorleifur hafði glímt við mikið mótlæti í lífinu og var að sögn Hildar komin á vonarvöl. „Hann var búinn að fá nóg. Hvert sem hann sneri sér þá rakst hann á veggi og hann gat ekki meira.“ Hala Mohamed Zaki Ibrahim Ár: 2016 Land: Egyptaland/Reykjavík Í mars 2017 greindi Vísir frá því að íslenskrar konu, Hala Mohamed Zaki Ibrahim, hefði verið saknað í tæpt ár. Hala var fædd í Egyptalandi en hafði búið á Íslandi í mörg ár og var íslenskur ríkisborgari. Hún starfaði sem leiðbeinandi á leikskóla. Lýst var eftir Hala á vef Interpol í nokkurn tíma, að beiðni fjölskyldumeðlima, en það bar ekki árangur. Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að ekki væri uppi grunur um saknæma háttsemi og að lýst hafi verið eftir Hala að beiðni fjölskyldu hennar. Málið væri úr höndum LRH þar sem talið væri að Hala væri stödd í Egyptalandi. Á vef Interpol kom hins vegar fram að Hala hefði horfið á Íslandi. Haukur Hilmarsson 2018 Ár: 2018 Land: Sýrland Haukur Hilmarsson ferðaðist til Sýrlands árið 2017 og gekk til liðs við alþjóðadeild hersveita Kúrda undir stjórn YPG. Hann tók þátt í orrustunni um Al-Raqqah það sama ár. Í mars 2018 var tilkynnt að Haukur hefði fallið í loftárás tyrkneska hersins í Afrin í Sýrlandi 24. febrúar það sama ár. Jarðneskar leifar Hauks Hilmarssonar hafa aldrei fundist.Mynd/Úr safni Nurhaks Tyrkneskir fjölmiðlar fullyrtu að Tyrkir myndu senda lík hans heim en tyrknesk stjórnvöld hafa ekki fengist til að staðfesta að þau viti hvar líkamsleifar hans sé að finna eða hvernig þau geti fullyrt að hann sé látinn. Líkamsleifar Hauks hafa aldrei fundist. Jón Þröstur Jónsson Ár: 2019 Land: Írland Hinn 41 árs gamli Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar 2018, og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann var hvorki með síma, veski né vegabréf. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Ekkerrt hefur spurst til Jóns Þrastar Jónssonar síðan þann 9. febrúar 2018.Vísir Jón, fjögurra barna faðir, var ásamt unnustu sinni í ferðalagi í Dublin til þess að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Í desember 2019 kom fram að að Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, og Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns, hefðu ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Í október 2020 var fullyrt í frétt Sunday Independent að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Tengiliðir fjölskyldunnar vísuðu þessum upplýsingum hins vegar á bug. Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins sem enn í dag er óupplýst.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38