Verstappen á ráspól en titillinn gæti verið í höfn áður en lagt verður af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2023 11:30 Max Verstappen er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í katarska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Það gæti þó verið að Hollendingurinn verði búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn áður en ökumenn leggja af stað. Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni. Akstursíþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni.
Akstursíþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira