Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. október 2023 10:57 Selma Björnsdóttir og Regína Ósk stýrðu árshátíð Rio Tinto á meðan Vök spilaði alla sína slagara í Eldborg. Regína Ósk/Mummi Lú Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin. Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin.
Samkvæmislífið Harpa Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning