„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:20 HMS segir erfitt að spá fyrir um mannfjöldaþróun þar sem hún ráðist nú aðallega að aðflutningi fólks en ekki náttúrulegri fjölgun. Vísir/Vilhelm Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í íbúðaþarfagreiningu sem Intellicon vann fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en í samantekt segir að íbúðaþörf sé reiknuð út frá fólksfjölda og fjölda á íbúð. Þannig geti þörfin aukist þrátt fyrir að versnandi lánamöguleikar dragi tímabundið úr eftirspurn og uppsöfnuð þörf umbreyst í mikla eftirspurn á skömmum tíma. Niðurstöður Intellicon verða kynntar formlega á morgun en í samantektinni segir meðal annars að slæm staða byggingaraðila nú gæti aukið framboðsskort á næstu árum. Nýframkvæmdum hafi fækkað um 70 prósent frá mars og fram í september á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. „Skýringanna kann m.a. að vera að leita í hækkandi vaxtastigi sem gerir dýrara að byggja og minnkandi eftirspurnar. Til marks um minni sölu nýrra íbúða þá eru fullbúnar íbúðir sem ekki hafa verið teknar í notkun nú 777 talsins en voru 238 í mars sl. og 131 í september í fyrra. Það jafngildir nærri sexföldun fullbúinna en óseldra íbúða milli ára. 8.683 íbúðir eru í byggingu en hægt hefur á framkvæmdum við margar þeirra og eru 2.356 íbúðir enn á sama byggingarstigi, nú og í síðustu talningu í mars sem að öllu jöfnu væru komnar á næsta byggingarstig á milli talninga,“ segir í samantektinni. Þar segir enn fremur að það sé mat HMS að svartsýnar spár greiningaraðila hjálpi ekki til við að tryggja næga uppbyggingu íbúða og stofnunin vilji minna á að bankarnir hafi áður spáð samdrætti í eftirspurn á húsnæðismarkaði, sem hafi ekki raungerst. Líta þurfi á alla drifkrafta íbúðaþarfar og hver munurinn er á íbúðaþörf til lengri tíma og breytinga á eftirspurn til skemmri tíma. Hærra verð og vextir geti dregið tímabundið úr eftirspurn en hún sé, til lengri tíma, alltaf drifin áfram að grunnþörf fólks fyrir húsaskjól. „HMS hefur lagt áherslu á að ekki megi endurtaka fyrri mistök þar sem of mikið var dregið úr nýbyggingum í niðursveiflum sem aftur leiddi til framboðsskorts og húsnæðisverðshækkana þegar eftirspurnin jókst á ný.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Neytendur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í íbúðaþarfagreiningu sem Intellicon vann fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en í samantekt segir að íbúðaþörf sé reiknuð út frá fólksfjölda og fjölda á íbúð. Þannig geti þörfin aukist þrátt fyrir að versnandi lánamöguleikar dragi tímabundið úr eftirspurn og uppsöfnuð þörf umbreyst í mikla eftirspurn á skömmum tíma. Niðurstöður Intellicon verða kynntar formlega á morgun en í samantektinni segir meðal annars að slæm staða byggingaraðila nú gæti aukið framboðsskort á næstu árum. Nýframkvæmdum hafi fækkað um 70 prósent frá mars og fram í september á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. „Skýringanna kann m.a. að vera að leita í hækkandi vaxtastigi sem gerir dýrara að byggja og minnkandi eftirspurnar. Til marks um minni sölu nýrra íbúða þá eru fullbúnar íbúðir sem ekki hafa verið teknar í notkun nú 777 talsins en voru 238 í mars sl. og 131 í september í fyrra. Það jafngildir nærri sexföldun fullbúinna en óseldra íbúða milli ára. 8.683 íbúðir eru í byggingu en hægt hefur á framkvæmdum við margar þeirra og eru 2.356 íbúðir enn á sama byggingarstigi, nú og í síðustu talningu í mars sem að öllu jöfnu væru komnar á næsta byggingarstig á milli talninga,“ segir í samantektinni. Þar segir enn fremur að það sé mat HMS að svartsýnar spár greiningaraðila hjálpi ekki til við að tryggja næga uppbyggingu íbúða og stofnunin vilji minna á að bankarnir hafi áður spáð samdrætti í eftirspurn á húsnæðismarkaði, sem hafi ekki raungerst. Líta þurfi á alla drifkrafta íbúðaþarfar og hver munurinn er á íbúðaþörf til lengri tíma og breytinga á eftirspurn til skemmri tíma. Hærra verð og vextir geti dregið tímabundið úr eftirspurn en hún sé, til lengri tíma, alltaf drifin áfram að grunnþörf fólks fyrir húsaskjól. „HMS hefur lagt áherslu á að ekki megi endurtaka fyrri mistök þar sem of mikið var dregið úr nýbyggingum í niðursveiflum sem aftur leiddi til framboðsskorts og húsnæðisverðshækkana þegar eftirspurnin jókst á ný.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Neytendur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira