„Algjör kúvending“ bara á þessu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2023 21:25 Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. Vísir/Einar Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu. Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20