Hinn 22 ára gamli Saka var hreint út sagt magnaður á síðustu leiktíð þegar Arsenal var lengi vel á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Gott gengi leikmannsins hefur haldið áfram á þessari leiktíð en hann hefur alls spilað samtals 9 leiki í deild og Meistaradeild Evrópu. Í þeim hefur hann skorað fimm mörk og gefið fjórar stoðsendingar.
Þrátt fyrir að hafa verið að spila í gegnum meiðsli þá ákvað Gareth Southgate að velja Saka í landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni og svo vináttuleik gegn Ástralíu.
BREAKING: Bukayo Saka will play no part in England s fixtures with Australia and Italy. pic.twitter.com/zVGRo9WqfG
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 9, 2023
„Það eru sjö dagar í að við spilum við Ástralíu og tíu dagar í að við spilum við Ítalíu,“ sagði Southgate aðspurður út í valið á Saka.
Leikmaðurinn mætti á St. George´s Park – æfingasvæði enska landsliðsins – þrátt fyrir að vera augljóslega meiddur þar sem hann kom ekki við sögu í stórleik helgarinnar gegn City. Þar fór læknateymi landsliðsins yfir stöðuna á Saka og komst að því að hann er vissulega ekki leikfær. Ekki er búist við því að Southgate kalli annan leikmann inn í hópinn sem er eftirfarandi:
Markverðir
- Sam Johnstone (Crystal Palace)
- Jordan Pickford (Everton)
- Aaron Ramsdale (Arsenal)
Varnarmenn
- Levi Colwill (Chelsea)
- Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion)
- Marc Guehi (Crystal Palace)
- Harry Maguire (Manchester United)
- John Stones (Manchester City)
- Fikayi Tomori (AC Milan)
- Kieran Trippier (Newcastle United)
- Kyle Walker (Man City)
Miðjumenn
- Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
- Jude Bellingham (Real Madríd)
- Conor Gallagher (Chelsea)
- Jordan Henderson (Al-Ettifaq)
- Kalvin Phillips (Man City)
- Declan Rice (Arsenal)
Framherjar
- Jarrod Bowen (West Ham United)
- Phil Foden (Man City)
- Jack Grealish (Man City)
- Harry Kane (Bayern München)
- James Maddison (Tottenham Hotspur)
- Eddie Nketiah (Arsenal)
- Marcus Rashford (Man United)
- Ollie Watkins (Aston Villa)