Magnús Agnar dæmdur í átján mánaða bann í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 07:46 Magnús Agnar Margnússon með Hákoni Haraldssyni eftir að sá síðarnefndi skrifaði undir hjá Lille. @totalfl Íslenski umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon má ekki starfa í sænska fótboltanum næsta eina og hálfa árið. Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins. Sænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins.
Sænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira