Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 13:27 Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn blóðugur í andliti og vankaður. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira