Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2023 20:31 Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, sem er kátur og hress með nýju byggingarnar á Kirkjubæjarklaustri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn. Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn.
Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira