Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 11:51 Bjarni segist vera að axla ábyrgð með því að skipta um embætti. Hann sæki umboð sitt til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og þau styðji þessa ákvörðun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34