„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2023 13:40 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira