„Hann var eins og pabbi og besti vinur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2023 07:00 Zlatan ásamt unnustu sinni. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic viðurkennir að hafa átt erfitt eftir andlát umboðsmannsins skrautlega Mino Raiola. Raiola lést í apríl á síðasta ári en hann var umboðsmaður Ibrahimovic allan hans feril. Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“ Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira