Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hægur vindur syðra og víða þurrt. Hiti á landinu verður frá frostmarki og að átta stigum þar sem mildast verður syðst.
„Á þriðjudag og meira og minna út vikuna er gert ráð fyrir ákveðinni suðaustanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, einkum fyrripart vikunnar en vætusamara syðst seinnihluta vikunar. Lengst af þurrt fyrir norðan. Fremur hlýtt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, svalast norðaustantil.
Á miðvikudag og fimmtudag: Suðaustan 10-18, hvassast við suðvesturströndina. Dálítil væta, en þurrt norðanlands. Bætir í úrkomu suðvestantil á fimmtudag. Fremur hlýtt.
Á föstudag og laugardag: Suðaustlæg átt, milt og vætusamt, einkum syðst, en úrkomulítið á Norðurlandi.
Á sunnudag: Útlit fyrir austanátt. Rigning á köflum suðaustantil, en annars víða þurrt. Hiti 3 til 8 stig.