Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2023 12:18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sat fyrir svörum á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun Vísir/Vilhelm Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira