„Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu“ Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 08:01 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fótboltaþjálfari Vísir/Diego Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg. Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira