Laugarnesskólamálið einstakt tilvik og blygðunarsemisbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2023 22:10 Skólastjóri Laugarnesskóla segir leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Vísir/Vilhelm Mál starfsmanns í Laugarnesskóla, sem var handtekinn á fimmtudag og er grunaður um kynferðisbrot, er rannsakað sem blygðunarsemisbrot. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri skólans sendi á foreldra og forsjáraðila. Fyrr í dag staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að málið væri rannsakað sem kynferðisbrot. Hann gæti þó ekki farið nánar út í sakarefnið. Einstakt atvik Í póstinum sem Björn Gunnlaugsson sendi foreldrum segir að starsfólki skólans þyki leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Ákjósanlegt hefði verið ef skólinn gæti miðlað upplýsingum til foreldra áður en fréttir af málinu yrðu fluttar. „Nú í lok dags fengum við staðfest hjá lögreglu að verið er að rannsaka málið sem blygðunarsemisbrot og að það sé ekkert sem bendi til annars á þessari stundu en að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hefur einnig tjáð okkur að málið sé í forgangi og að vonandi verði hægt að veita nánari upplýsingar á næstu dögum. Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á því hve seint þessi póstur berst, en talið var mikilvægt að hafa samráð við foreldra þeirra barna sem eiga í hlut áður en hann var sendur,“ segir í póstinum. Að sögn Gríms er búið að yfirheyra starfsmanninn, sem hefur stöðu sakbornings. Þá standi til að taka skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi, en Grímur hafði ekki tölu á þeim börnum sem málið tengist. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi meðan málið er til rannsóknar. Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að málið væri rannsakað sem kynferðisbrot. Hann gæti þó ekki farið nánar út í sakarefnið. Einstakt atvik Í póstinum sem Björn Gunnlaugsson sendi foreldrum segir að starsfólki skólans þyki leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Ákjósanlegt hefði verið ef skólinn gæti miðlað upplýsingum til foreldra áður en fréttir af málinu yrðu fluttar. „Nú í lok dags fengum við staðfest hjá lögreglu að verið er að rannsaka málið sem blygðunarsemisbrot og að það sé ekkert sem bendi til annars á þessari stundu en að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hefur einnig tjáð okkur að málið sé í forgangi og að vonandi verði hægt að veita nánari upplýsingar á næstu dögum. Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á því hve seint þessi póstur berst, en talið var mikilvægt að hafa samráð við foreldra þeirra barna sem eiga í hlut áður en hann var sendur,“ segir í póstinum. Að sögn Gríms er búið að yfirheyra starfsmanninn, sem hefur stöðu sakbornings. Þá standi til að taka skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi, en Grímur hafði ekki tölu á þeim börnum sem málið tengist. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi meðan málið er til rannsóknar.
Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33