Hryllilegustu veisluborð allra tíma Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. október 2023 10:54 Með nokkrum einföldum og hryllilegum uppskriftum má töra fram hið glæsilegasta og óhugnanlega hatíðarborð. Pinterest/Getty Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum. Víða er lagður mikill metnaður í skreytingar, búninga og veisluborð, án þess þó að það kosti skyldinginn. Með nokkrum einföldum og hryllilegum uppskriftum má töfra fram hið glæsilegasta veisluborð í anda hátíðarinnar. Hér að neðan má sjá einfaldar og skemmtilegar útfærslur af ýmsum réttum og veislubökkum sem hafa fengið óhugnanlegt yfirbragð. Blóðugir afskornir fingur Berðu fram pylsur í brauði sem hefur verið skorið í til að líkjast fingri og settu tómatsósu yfir sem blóð. Getty Pítsa með köngulóm Litlar pítsur eru alltaf vinsælar hjá yngri kynslóðinni. Bakaðu eða keyptu tilbúnar pítsur og bættu við osti áleggi. Í lokin skerðu svartar ólífur til helminga og minni ræmur sem mynda fætur. Útkoman er svört könguló. Pinterest Blómkáls hauskúpa Mótaðu blómkál eins og hauskúpu. Minnkaðu umfangið þar það líti sem mest út eins og andlit. Næst skerðu út göt fyrir augum, nefi og mótar fyrir tönnum. Raðaðu því næst grænmeti í kringum hauskúpuna á stórum bakka og berðu fram með ljúffengri ídýfu! Pinterest Blóðlegur drykkur Helltu sódavatni, djús eða öðrum drykk í stóra skál. Bættu þar næst við rauðu ávaxtaþykkni til þess að drykkurinn líkist blóði. Að lokum er komið að því að skreyta drykkinn með frosnum höndum, gerviaugum eða köngulóm til dæmis. Settu vatn í einnota hanska og frystu yfir nótt.Pinterest Pylsu-múmía Við gerð pylsu múmíunnar er hægt að nota grasker eða melónu sem höfuð. Skerðu pylsur í minni bita og settu í þær tannstöngla. Þá er hægt að nota ólífur og hnetur til að mynda fyrir augum og tönnum. Pinterest Skrímsla-hamborgari Breyttu hinum sígilda hamborgara í alvöru skrímslaborgara. Hryllilega einfalt og flott! Pinterest Ógnvekjandi partíbakkar Partíbakkar slá iðulega í gegn á veisluborðinu. Hvort sem þeir eru ávaxta-, grænmetis-, osta- eða nammi bakkar. Hægt er að fara ýmsar leiðir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Pinterest Pinterest Pinterest Getty Pinterest Ælandi grasker Grasker er flott leið til að skreyta veisluborðið á einfaldan hátt. Skerið út andlit og munn í graskerið og látið matinn flæða út um munn þess, líkt og það sé að æla. Hægt er að setja nammi, snakk eða annað sem huganum girnist. Pinterest Hrekkjavaka Matur Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Víða er lagður mikill metnaður í skreytingar, búninga og veisluborð, án þess þó að það kosti skyldinginn. Með nokkrum einföldum og hryllilegum uppskriftum má töfra fram hið glæsilegasta veisluborð í anda hátíðarinnar. Hér að neðan má sjá einfaldar og skemmtilegar útfærslur af ýmsum réttum og veislubökkum sem hafa fengið óhugnanlegt yfirbragð. Blóðugir afskornir fingur Berðu fram pylsur í brauði sem hefur verið skorið í til að líkjast fingri og settu tómatsósu yfir sem blóð. Getty Pítsa með köngulóm Litlar pítsur eru alltaf vinsælar hjá yngri kynslóðinni. Bakaðu eða keyptu tilbúnar pítsur og bættu við osti áleggi. Í lokin skerðu svartar ólífur til helminga og minni ræmur sem mynda fætur. Útkoman er svört könguló. Pinterest Blómkáls hauskúpa Mótaðu blómkál eins og hauskúpu. Minnkaðu umfangið þar það líti sem mest út eins og andlit. Næst skerðu út göt fyrir augum, nefi og mótar fyrir tönnum. Raðaðu því næst grænmeti í kringum hauskúpuna á stórum bakka og berðu fram með ljúffengri ídýfu! Pinterest Blóðlegur drykkur Helltu sódavatni, djús eða öðrum drykk í stóra skál. Bættu þar næst við rauðu ávaxtaþykkni til þess að drykkurinn líkist blóði. Að lokum er komið að því að skreyta drykkinn með frosnum höndum, gerviaugum eða köngulóm til dæmis. Settu vatn í einnota hanska og frystu yfir nótt.Pinterest Pylsu-múmía Við gerð pylsu múmíunnar er hægt að nota grasker eða melónu sem höfuð. Skerðu pylsur í minni bita og settu í þær tannstöngla. Þá er hægt að nota ólífur og hnetur til að mynda fyrir augum og tönnum. Pinterest Skrímsla-hamborgari Breyttu hinum sígilda hamborgara í alvöru skrímslaborgara. Hryllilega einfalt og flott! Pinterest Ógnvekjandi partíbakkar Partíbakkar slá iðulega í gegn á veisluborðinu. Hvort sem þeir eru ávaxta-, grænmetis-, osta- eða nammi bakkar. Hægt er að fara ýmsar leiðir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Pinterest Pinterest Pinterest Getty Pinterest Ælandi grasker Grasker er flott leið til að skreyta veisluborðið á einfaldan hátt. Skerið út andlit og munn í graskerið og látið matinn flæða út um munn þess, líkt og það sé að æla. Hægt er að setja nammi, snakk eða annað sem huganum girnist. Pinterest
Hrekkjavaka Matur Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira