Algjör geðshræring á Twitter er San Marínó jafnaði gegn Dönum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. október 2023 07:00 Leikmenn San Marínó leyfðu sér að fagna vel og innilega er liðið jafnaði gegn Dönum í gær. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Landslið San Marínó er líklega síst þekkt fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum, enda situr liðið sem fastast í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega mörgum á óvart er liðið jafnaði metin gegn Dönum í undankeppni EM 2024 í gærkvöldi. San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira