Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 23:35 Veðuröfgar munu aðeins aukast á næstu árum vegna loftslagsbreytinga. Vísir/Vilhelm Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan Öfgar í veðurfari, náttúruhamfarir og jökulrýrnun er meðal þeirra áhrifa sem þegar er farið að gæta á Íslandi vegna loftslagsbreytinga. Fram kemur í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, að jöklar muni rýrna um fjörutíu til fimmtíu prósent fyrir lok aldarinnar ef okkur tekst að fylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. Hlýrra veðri fylgja meiri þurrkar og öfgafyllri úrkoma sem getur leitt til náttúruhamfara á borð við aurskriða og gróðurelda, eins og þegar er farið að aukast hérlendis.Sömuleiðis mun lífríki Íslands breytast með komu nýrra tegunda, sem getur haft í för með sér aukin heilsufarsvandamál til dæmis vegna komu sjúkdómsbera og fjölgunar frjókorna í lofti. Allt þetta hefur auðvitað áhrif á samfélagið. Helga Ögmundardóttir, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfismannfræði. Hún segir fólk ekki mega gefast upp þó loftslagsverkefnið virðist stórt.Vísir/Einar „Menninguna, atvinnuvegi, afkomumöguleika og samskipti við umheiminn. Við finnum fyrir þessu strax og þetta á bara eftir að aukast í framtíðinni,“ segir Helga Ögmundardóttir, sérfræðingur í umhverfismannfræði og einn skýrsluhöfunda. „Við þurfum að hugsa um þetta þannig að þetta er ekki eitthvað sem við getum ýtt á undan okkur, við verðum að takast á við þetta núna.“ Fram kemur í skýrslunni að veðurfar á Íslandi verði fyrir lok aldarinnar gjörólíkt því sem hefur verið hingað til. „Þetta náttúrulega varðar það hvernig við hugsum um náttúruna, sjáum hana og skiljum hana. Við verðum að skilja nýja tegund af náttúru svo að segja,“ segir Helga. „Við þurfum fyrst og fremst að viðurkenna að þetta er að gerast. Við þurfum að tala miklu meira um þetta og tala um hvaða gildismat við höfum á þessum náttúrufyrirbærum sem við höfum ekki bara til að njóta heldur til að nýta. Þetta er hreinlega það sem við borðum og klæðum okkur í og byggjum líf okkar á.“ Fólk geti fylgst vonleysi við að hugsa um þetta en líta verði á þetta verkefni sem áskorun. „Það þarf að vera ákveðinn vilji og hluti af menningunni okkar að takast á við þetta,“ segir Helga. „Ég held að þetta sé bara skemmtilegt. Mér finnst þetta skemmtilegt og ég vona að fólki finnist það. Af því að þetta er nauðsynlegt, þetta er ekki val.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. 17. október 2023 13:31 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Öfgar í veðurfari, náttúruhamfarir og jökulrýrnun er meðal þeirra áhrifa sem þegar er farið að gæta á Íslandi vegna loftslagsbreytinga. Fram kemur í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, að jöklar muni rýrna um fjörutíu til fimmtíu prósent fyrir lok aldarinnar ef okkur tekst að fylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. Hlýrra veðri fylgja meiri þurrkar og öfgafyllri úrkoma sem getur leitt til náttúruhamfara á borð við aurskriða og gróðurelda, eins og þegar er farið að aukast hérlendis.Sömuleiðis mun lífríki Íslands breytast með komu nýrra tegunda, sem getur haft í för með sér aukin heilsufarsvandamál til dæmis vegna komu sjúkdómsbera og fjölgunar frjókorna í lofti. Allt þetta hefur auðvitað áhrif á samfélagið. Helga Ögmundardóttir, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfismannfræði. Hún segir fólk ekki mega gefast upp þó loftslagsverkefnið virðist stórt.Vísir/Einar „Menninguna, atvinnuvegi, afkomumöguleika og samskipti við umheiminn. Við finnum fyrir þessu strax og þetta á bara eftir að aukast í framtíðinni,“ segir Helga Ögmundardóttir, sérfræðingur í umhverfismannfræði og einn skýrsluhöfunda. „Við þurfum að hugsa um þetta þannig að þetta er ekki eitthvað sem við getum ýtt á undan okkur, við verðum að takast á við þetta núna.“ Fram kemur í skýrslunni að veðurfar á Íslandi verði fyrir lok aldarinnar gjörólíkt því sem hefur verið hingað til. „Þetta náttúrulega varðar það hvernig við hugsum um náttúruna, sjáum hana og skiljum hana. Við verðum að skilja nýja tegund af náttúru svo að segja,“ segir Helga. „Við þurfum fyrst og fremst að viðurkenna að þetta er að gerast. Við þurfum að tala miklu meira um þetta og tala um hvaða gildismat við höfum á þessum náttúrufyrirbærum sem við höfum ekki bara til að njóta heldur til að nýta. Þetta er hreinlega það sem við borðum og klæðum okkur í og byggjum líf okkar á.“ Fólk geti fylgst vonleysi við að hugsa um þetta en líta verði á þetta verkefni sem áskorun. „Það þarf að vera ákveðinn vilji og hluti af menningunni okkar að takast á við þetta,“ segir Helga. „Ég held að þetta sé bara skemmtilegt. Mér finnst þetta skemmtilegt og ég vona að fólki finnist það. Af því að þetta er nauðsynlegt, þetta er ekki val.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. 17. október 2023 13:31 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. 17. október 2023 13:31
Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21