Heimir Hallgrímsson hefur nú verið eitt ár í starfi sem landsliðsþjálfari Jamaíka. Hann er nú heima á Íslandi áður en hann fer aftur yfir Atlantshafið til að hjálpa jamaíska landsliðinu að tryggja sér sæti í Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu. Heimir hitti Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem forvitnaðist um það hvernig hafi gengið hjá Heimi á þessu fyrsta ári hans sem landsliðsþjálfari í Karabíska hafinu. „Fótboltalega hefur gengið mjög vel. Við vinnum leikina okkar og það sem er skemmtilegasta við þetta að það er alltaf meiri og meiri jákvæðni og ákveðin jákvæð bylgja í kringum karlaliðið sem hefur ekki verið í ansi langan tíma,“ sagði Heimir sem tók við liðinu í september í fyrra. Undir hans stjórn náði landsliðið meðal annars þriðja sætinu í Gullbikarnum í sumar eftir að hafa komist alla leið í undanúrslitin. „Stjórnunarlega hefur þetta verið mjög erfitt og margt sem við þurfum að kljást við sem er alveg nýtt fyrir okkur. Við fengum ekki að kynnast því hérna. Það eru öðruvísi vandamál sem þarf að leysa. „Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að laga það og sumt hefur okkur ekki tekist að laga en fótboltalega hefur bara gengið mjög vel,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson tók við landsliði Jamaíka í september í fyrra.Vísir/Vilhelm Við erum búin að læra inn á kúltúrinn Það var ákveðið menningarsjokk fyrir Eyjamanninn að lenda í Kingston sem er hin heimsþekkta höfuðborg Jamaíka. „Það er alls konar öðruvísi kúltúr og menning sem við áttum erfitt með að skilja og sætta okkur við í byrjun. Við erum búin að læra inn á kúltúrinn og það er alltaf það fyrsta þegar þú kemur inn í eitthvað nýtt þá þarft þú að aðlagast. Þú getur ekki breytt öllum í Íslendinga,“ sagði Heimir brosandi. Þess vegna fagnar hann því að meðbyrinn með fótboltalandsliðinu sé að aukast. „Það eru svo mörg tákn um þessa jákvæðni. Það eru fleiri sem vilja koma og styrkja og styðja fjárhagslega. Það eru leikmenn sem vilja koma og spila með landsliðinu. Fleiri að koma á völlinn. Almennt í umræðunni jákvæðara heldur en hefur verið,“ sagði Heimir. Jamaíka er að fara inn í leik á móti Kanada sem gæti fleytt inn á sjálfa Suður-Ameríkukeppnina, Copa America. Hvernig metur Heimir möguleikana gegn Kanada? „Þeir eiga á pappírunum að vera sterkari heldur en við og eru með góða lokakeppnisreynslu frá HM. Þeir hafa verið eitt af þremur sterkustu liðum í álfunni eftir Bandaríkjunum og Mexíkó. Það er mikill uppgangur í fótbolta í Kanada, bæði karlamegin og kvennamegin,“ sagði Heimir en það er fleiri í boði í þessum leikjum. „Þetta verður skemmtileg rimma. Það sem er svo skemmtilegt við hana að þetta er líka Þjóðadeild hjá okkur. Við gætum því komist í undanúrslit Þjóðadeildarinnar með því að slá þá út. Þetta er leikur heima og að heiman,“ sagði Heimir. Gæti orðið tvöfaldur sigur „Það fara sex landslið úr okkar heimsálfu í lokakeppni Suður-Ameríku og með sigri erum við líka búnir að tryggja okkur inn á Copa America. Það yrði því tvöfaldur sigur að vinna þetta einvígi,“ sagði Heimir en hversu miklu máli myndi það skipta Jamaíka að komast í Suður-Ameríkukeppnina? „Eins og staðan er í dag og sú vegferð sem þetta lið er á í dag þá er þetta gríðarlega mikilvægt. Við erum að stefna á það að reyna að komast á HM 2026 sem er í heimsálfunni okkar. Þetta yrði svo rosastór þáttur í að móta liðið og búa til reynslu á stórmóti og svo framvegis. Talandi ekki um að geta verið með hópinn saman í einn og hálfan mánuð. Það hjálpar alltaf gríðarlega mikið þegar þú ert að reyna að byggja eitthvað til framtíðar,“ sagði Heimir. HM 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og gestgjafarnir eru allir komnir inn á móti. Í viðbót verða þrjú HM-sæti í boði í álfunni auk þess sem tvær þjóðir í viðbót fá sæti í álfuumspilinu þar sem tvö sæti eru í boði. Hvernig hefur Heimi gengið að finna sinn hóp og koma þessum hóp saman? Heimir Hallgrímsson á bekknum hjá Jamaíka í Gullbikarnum.Getty/Robin Alam „Við erum búnir að skoða ansi marga og gefa mörgum tækifæri. Þetta er ekki stór hópur en samt nokkuð góður sem er að spila í hæsta klassa. Það er í ensku úrvalsdeildinni og við höfum verið svolítið að efla þann hóp. Þeir mæta nánast í hvern einasta leik sem er óvanalegt frá því áður,“ sagði Heimir. Ungir leikmenn að spila hjá góðum liðum Hann hefur líka myndað sér ágæta skoðun á þeim hóp sem hann vill byggja liðið á. „Það er sá kjarni sem við viljum byggja í kringum. Það er mikið líka af ungum leikmönnum sem eru að spila með góðum liðum. Við þurfum að hlúa vel að þeim fyrir 2026 ef við ætlum á HM. Við erum sáttir og það er stöðugleiki í leikmannavali í fyrsta skipti núna. Það var mjög dreift hverjir voru að spila áður en við komum. Ég náði aðeins að festa hópinn og fá smá stöðugleika í það sem við erum að gera. Samt þurfum við að bæta það miklu meira,“ sagði Heimir. Er það að verða eftirsóknarverðara fyrir stærri leikmenn að spila fyrir hönd Jamaíka? „Jamaíka hefur það umfram margar aðrar þjóðir að hún var bresk nýlenda lengi. Það er mikið af Jamaíkabúum sem býr í Bandaríkjunum og býr í Bretlandi. Eru með svona tvöfalt ríkisfang. Við getum því leitað út fyrir markaðinn í Jamaíka eftir leikmönnum. Við höfum svolítið verið að vinna í því hverjir eru möguleika leikmenn Jamaíka,“ sagði Heimir. Hann fór á stað í þá vinnu að finna þessa leikmenn sem eru með tengingu við Jamaíka. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Heimi Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm Hefur sótt leikmenn í háum klassa „Það hefur farið svolítið mikill tími í það núna. Við viljum ekki kannski ekki vera að eyða miklum tíma í það í framtíðinni. Við þurftum að gera það núna og erum að uppskera. Það hafa komið leikmenn inn sem eru að spila eins og Demarai Gray sem er búinn að standa sig mjög vel eftir að hann kom til okkar. Di'Shon Bernard, Joel Latibeaudiere og fleiri sem eru að spila í háum klassa í ensku deildinni. “ sagði Heimir. „Þeir hjálpa þegar þú færð reynslu og leikmenn sem hafa verið að spila í hæstu gæðum í langan tíma,“ sagði Heimir. Svava vildi fá að vita hvernig samfélagið væri þarna úti á Jamaíka Eru þetta gallharðir stuðningsmenn sem láta mikið heyra í sér eða hvernig er knattspyrnusamfélagið þarna? „Það er ákaflega sérstakt. Þeir tjá alveg tilfinningar sínar og tjá alveg skoðanir sínar. Þó þeir hafi kannski ekki mikið vit á fótbolta þá eru allir tilbúnir að segja sína skoðun. Margir eru með sína eigin Youtube rás þar sem þeir tala um fótbolta,“ sagði Heimir. Allir hafa skoðun og hún er hávær „Þetta er kúltúr sem við þekktum ekki og áttum erfitt með að læra inn á í byrjun. Þannig er þetta bara. Það hafa allir skoðun og hún er hávær. Þá verður þú bara að lifa með því,“ sagði Heimir. Jamaíska kvennalandsliðið hefur verið að skapa sér nafn síðustu ár og gerði góða hluti á HM í sumar. Standa þær framar en karlalandsliðið? Heimir Hallgrímsson kvaddi íslenska landsliðið í júní 2018.Vísir/Vilhelm „Eigum við ekki að segja að þetta sé svipað eins og hér á Íslandi. Kvennalandsliðið hefur verið að ná betri árangri og komast í lokakeppnir síðustu ár. Þær hafa verið flaggskip sambandsins og hafa verið að standa sig mjög vel,“ sagði Heimir og heldur áfram: „Sérstaklega núna á HM, að fara upp úr riðli með Frakklandi og Brasilíu. Að skilja eftir Brasilíu var virkilegt afrek. Þær stóðu sig virkilega vel og frábært að geta tekið eitthvað frá þeim og sett inn í hjá okkur. Læra hvað þær eru að gera vel sem myndi hjálpa okkur mjög mikið,“ sagði Heimir. Það lítur samt út að fótboltinn sé alltaf í öðru sæti á Jamaíka þegar kemur að íþróttunum. Troðfullur völlur á frjálum íþróttum „Jú það er ekkert sem slær við frjálsum íþróttum í Jamaíka og sérstaklega ekkert sem slær við hlaupagreinunum. Það eru hetjur landsins og eðlilega. Það er gaman að fylgjast með og gera sér grein fyrir hversu stórir þeir eru í frjálsum íþróttum, svona lítil þjóð,“ sagði Heimir. „Það er magnað og þegar maður sér áhuga fólksins. Það var troðfullur völlur á undankeppni fyrir HM í frjálsum. Eitthvað sem við höfum aldrei séð á fótboltaleik,“ sagði Heimir. „Þetta er kúltúr sem við eigum erfitt með að skilja. Það er gaman að prufa þetta og alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt,“ sagði Heimir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. 19. október 2023 08:02 Heimir opnar á leið Greenwood til Jamaíka Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka er opinn fyrir því að fá enska sóknarmanninn Mason Greenwood til liðs við sitt lið. 11. október 2023 08:23 Sigur á Kanada kemur Reggístrákunum hans Heimis í Suður-Ameríkukeppnina Til að komast í Suður-Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum á næsta ári þarf Jamaíka að slá Kanada út. 18. október 2023 14:31 Skipting Heimis gerði gæfumuninn í sigri Jamaíku Strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar í jamaíska fótboltalandsliðinu héldu áfram á sigurbraut þegar þeir lögðu Haítí að velli, 2-3, í B-riðli A-deildar Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku. 16. október 2023 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Heimir hitti Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem forvitnaðist um það hvernig hafi gengið hjá Heimi á þessu fyrsta ári hans sem landsliðsþjálfari í Karabíska hafinu. „Fótboltalega hefur gengið mjög vel. Við vinnum leikina okkar og það sem er skemmtilegasta við þetta að það er alltaf meiri og meiri jákvæðni og ákveðin jákvæð bylgja í kringum karlaliðið sem hefur ekki verið í ansi langan tíma,“ sagði Heimir sem tók við liðinu í september í fyrra. Undir hans stjórn náði landsliðið meðal annars þriðja sætinu í Gullbikarnum í sumar eftir að hafa komist alla leið í undanúrslitin. „Stjórnunarlega hefur þetta verið mjög erfitt og margt sem við þurfum að kljást við sem er alveg nýtt fyrir okkur. Við fengum ekki að kynnast því hérna. Það eru öðruvísi vandamál sem þarf að leysa. „Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að laga það og sumt hefur okkur ekki tekist að laga en fótboltalega hefur bara gengið mjög vel,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson tók við landsliði Jamaíka í september í fyrra.Vísir/Vilhelm Við erum búin að læra inn á kúltúrinn Það var ákveðið menningarsjokk fyrir Eyjamanninn að lenda í Kingston sem er hin heimsþekkta höfuðborg Jamaíka. „Það er alls konar öðruvísi kúltúr og menning sem við áttum erfitt með að skilja og sætta okkur við í byrjun. Við erum búin að læra inn á kúltúrinn og það er alltaf það fyrsta þegar þú kemur inn í eitthvað nýtt þá þarft þú að aðlagast. Þú getur ekki breytt öllum í Íslendinga,“ sagði Heimir brosandi. Þess vegna fagnar hann því að meðbyrinn með fótboltalandsliðinu sé að aukast. „Það eru svo mörg tákn um þessa jákvæðni. Það eru fleiri sem vilja koma og styrkja og styðja fjárhagslega. Það eru leikmenn sem vilja koma og spila með landsliðinu. Fleiri að koma á völlinn. Almennt í umræðunni jákvæðara heldur en hefur verið,“ sagði Heimir. Jamaíka er að fara inn í leik á móti Kanada sem gæti fleytt inn á sjálfa Suður-Ameríkukeppnina, Copa America. Hvernig metur Heimir möguleikana gegn Kanada? „Þeir eiga á pappírunum að vera sterkari heldur en við og eru með góða lokakeppnisreynslu frá HM. Þeir hafa verið eitt af þremur sterkustu liðum í álfunni eftir Bandaríkjunum og Mexíkó. Það er mikill uppgangur í fótbolta í Kanada, bæði karlamegin og kvennamegin,“ sagði Heimir en það er fleiri í boði í þessum leikjum. „Þetta verður skemmtileg rimma. Það sem er svo skemmtilegt við hana að þetta er líka Þjóðadeild hjá okkur. Við gætum því komist í undanúrslit Þjóðadeildarinnar með því að slá þá út. Þetta er leikur heima og að heiman,“ sagði Heimir. Gæti orðið tvöfaldur sigur „Það fara sex landslið úr okkar heimsálfu í lokakeppni Suður-Ameríku og með sigri erum við líka búnir að tryggja okkur inn á Copa America. Það yrði því tvöfaldur sigur að vinna þetta einvígi,“ sagði Heimir en hversu miklu máli myndi það skipta Jamaíka að komast í Suður-Ameríkukeppnina? „Eins og staðan er í dag og sú vegferð sem þetta lið er á í dag þá er þetta gríðarlega mikilvægt. Við erum að stefna á það að reyna að komast á HM 2026 sem er í heimsálfunni okkar. Þetta yrði svo rosastór þáttur í að móta liðið og búa til reynslu á stórmóti og svo framvegis. Talandi ekki um að geta verið með hópinn saman í einn og hálfan mánuð. Það hjálpar alltaf gríðarlega mikið þegar þú ert að reyna að byggja eitthvað til framtíðar,“ sagði Heimir. HM 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og gestgjafarnir eru allir komnir inn á móti. Í viðbót verða þrjú HM-sæti í boði í álfunni auk þess sem tvær þjóðir í viðbót fá sæti í álfuumspilinu þar sem tvö sæti eru í boði. Hvernig hefur Heimi gengið að finna sinn hóp og koma þessum hóp saman? Heimir Hallgrímsson á bekknum hjá Jamaíka í Gullbikarnum.Getty/Robin Alam „Við erum búnir að skoða ansi marga og gefa mörgum tækifæri. Þetta er ekki stór hópur en samt nokkuð góður sem er að spila í hæsta klassa. Það er í ensku úrvalsdeildinni og við höfum verið svolítið að efla þann hóp. Þeir mæta nánast í hvern einasta leik sem er óvanalegt frá því áður,“ sagði Heimir. Ungir leikmenn að spila hjá góðum liðum Hann hefur líka myndað sér ágæta skoðun á þeim hóp sem hann vill byggja liðið á. „Það er sá kjarni sem við viljum byggja í kringum. Það er mikið líka af ungum leikmönnum sem eru að spila með góðum liðum. Við þurfum að hlúa vel að þeim fyrir 2026 ef við ætlum á HM. Við erum sáttir og það er stöðugleiki í leikmannavali í fyrsta skipti núna. Það var mjög dreift hverjir voru að spila áður en við komum. Ég náði aðeins að festa hópinn og fá smá stöðugleika í það sem við erum að gera. Samt þurfum við að bæta það miklu meira,“ sagði Heimir. Er það að verða eftirsóknarverðara fyrir stærri leikmenn að spila fyrir hönd Jamaíka? „Jamaíka hefur það umfram margar aðrar þjóðir að hún var bresk nýlenda lengi. Það er mikið af Jamaíkabúum sem býr í Bandaríkjunum og býr í Bretlandi. Eru með svona tvöfalt ríkisfang. Við getum því leitað út fyrir markaðinn í Jamaíka eftir leikmönnum. Við höfum svolítið verið að vinna í því hverjir eru möguleika leikmenn Jamaíka,“ sagði Heimir. Hann fór á stað í þá vinnu að finna þessa leikmenn sem eru með tengingu við Jamaíka. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Heimi Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm Hefur sótt leikmenn í háum klassa „Það hefur farið svolítið mikill tími í það núna. Við viljum ekki kannski ekki vera að eyða miklum tíma í það í framtíðinni. Við þurftum að gera það núna og erum að uppskera. Það hafa komið leikmenn inn sem eru að spila eins og Demarai Gray sem er búinn að standa sig mjög vel eftir að hann kom til okkar. Di'Shon Bernard, Joel Latibeaudiere og fleiri sem eru að spila í háum klassa í ensku deildinni. “ sagði Heimir. „Þeir hjálpa þegar þú færð reynslu og leikmenn sem hafa verið að spila í hæstu gæðum í langan tíma,“ sagði Heimir. Svava vildi fá að vita hvernig samfélagið væri þarna úti á Jamaíka Eru þetta gallharðir stuðningsmenn sem láta mikið heyra í sér eða hvernig er knattspyrnusamfélagið þarna? „Það er ákaflega sérstakt. Þeir tjá alveg tilfinningar sínar og tjá alveg skoðanir sínar. Þó þeir hafi kannski ekki mikið vit á fótbolta þá eru allir tilbúnir að segja sína skoðun. Margir eru með sína eigin Youtube rás þar sem þeir tala um fótbolta,“ sagði Heimir. Allir hafa skoðun og hún er hávær „Þetta er kúltúr sem við þekktum ekki og áttum erfitt með að læra inn á í byrjun. Þannig er þetta bara. Það hafa allir skoðun og hún er hávær. Þá verður þú bara að lifa með því,“ sagði Heimir. Jamaíska kvennalandsliðið hefur verið að skapa sér nafn síðustu ár og gerði góða hluti á HM í sumar. Standa þær framar en karlalandsliðið? Heimir Hallgrímsson kvaddi íslenska landsliðið í júní 2018.Vísir/Vilhelm „Eigum við ekki að segja að þetta sé svipað eins og hér á Íslandi. Kvennalandsliðið hefur verið að ná betri árangri og komast í lokakeppnir síðustu ár. Þær hafa verið flaggskip sambandsins og hafa verið að standa sig mjög vel,“ sagði Heimir og heldur áfram: „Sérstaklega núna á HM, að fara upp úr riðli með Frakklandi og Brasilíu. Að skilja eftir Brasilíu var virkilegt afrek. Þær stóðu sig virkilega vel og frábært að geta tekið eitthvað frá þeim og sett inn í hjá okkur. Læra hvað þær eru að gera vel sem myndi hjálpa okkur mjög mikið,“ sagði Heimir. Það lítur samt út að fótboltinn sé alltaf í öðru sæti á Jamaíka þegar kemur að íþróttunum. Troðfullur völlur á frjálum íþróttum „Jú það er ekkert sem slær við frjálsum íþróttum í Jamaíka og sérstaklega ekkert sem slær við hlaupagreinunum. Það eru hetjur landsins og eðlilega. Það er gaman að fylgjast með og gera sér grein fyrir hversu stórir þeir eru í frjálsum íþróttum, svona lítil þjóð,“ sagði Heimir. „Það er magnað og þegar maður sér áhuga fólksins. Það var troðfullur völlur á undankeppni fyrir HM í frjálsum. Eitthvað sem við höfum aldrei séð á fótboltaleik,“ sagði Heimir. „Þetta er kúltúr sem við eigum erfitt með að skilja. Það er gaman að prufa þetta og alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt,“ sagði Heimir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. 19. október 2023 08:02
Heimir opnar á leið Greenwood til Jamaíka Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka er opinn fyrir því að fá enska sóknarmanninn Mason Greenwood til liðs við sitt lið. 11. október 2023 08:23
Sigur á Kanada kemur Reggístrákunum hans Heimis í Suður-Ameríkukeppnina Til að komast í Suður-Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum á næsta ári þarf Jamaíka að slá Kanada út. 18. október 2023 14:31
Skipting Heimis gerði gæfumuninn í sigri Jamaíku Strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar í jamaíska fótboltalandsliðinu héldu áfram á sigurbraut þegar þeir lögðu Haítí að velli, 2-3, í B-riðli A-deildar Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku. 16. október 2023 12:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti