Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Alexander Isak tók ekki þátt í stórleik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann er nú mættur á æfingar með sænska landsliðinu fyrir leiki í undankeppni HM. Fótbolti 11.11.2025 15:01
Mamma hans trúði honum ekki Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Fótbolti 11.11.2025 14:30
Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Lamine Yamal mun missa af leikjum Spánar í undankeppni HM í fótbolta í þessum landsliðsglugga vegna meiðsla. Spænska knattspyrnusambandið kom samt alveg af fjöllum. Fótbolti 11.11.2025 13:25
Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það mikið áfall að hafa landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hafi ekkert geta spilað með liðinu í undankeppni HM. Hákon Arnar Haraldsson hafi hins vegar vaxið mikið í fyrirliðahlutverkinu í hans fjarveru. Fótbolti 6. nóvember 2025 11:02
Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Arsenal-framherjinn Viktor Gyökeres verður ekki klár fyrir komandi leiki Svía í undankeppni HM í fótbolta og var því ekki valinn. Alexander Isak er hins vegar í hópnum. Fótbolti 5. nóvember 2025 15:32
Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon eru mættir aftur í íslenska landsliðshópinn og verða með liðinu í leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn vonar að þeir gefi jafn mikið af sér innan hópsins og Aron Einar Gunnarsson. Fótbolti 5. nóvember 2025 13:55
Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, getur ekki tekið þátt í næsta verkefni landsliðsins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var spurður út í stöðuna á Orra á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 5. nóvember 2025 13:33
Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur verið valinn að nýju í íslenska fótboltalandsliðið fyrir síðustu leikina í undanriðlinum fyrir HM 2026. Hörður Björgvin Magnússon snýr einnig aftur. Fótbolti 5. nóvember 2025 13:03
Svona var blaðamannafundur Arnars Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur ákveðið hvaða leikmenn verða í hópnum í síðustu tveimur leikjunum í undanriðlinum fyrir HM 2026, gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í þessum mánuði. Bein útsending frá blaðamannafundi hans var á Vísi. Fótbolti 5. nóvember 2025 12:32
Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Lionel Messi skrifaði nýverið undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Inter Miami og nú hefur hann einnig tilkynnt að hann sé tilbúinn að spila með argentínska landsliðinu á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Fótbolti 28. október 2025 10:32
Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. Viðskipti erlent 23. október 2025 11:10
Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Englendingurinn Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Fótbolti 20. október 2025 18:17
Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar. Fótbolti 20. október 2025 07:03
Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu. Fótbolti 17. október 2025 22:31
Potter á að töfra Svía inn á HM Graham Potter verður að öllum líkindum næsti þjálfari sænska karlalandsliðsins í fótbolta, samkvæmt sænska fótboltamiðlinum Fotbollskanalen. Fótbolti 17. október 2025 15:06
Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Svo virðist sem allt sem Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar snerti þessa dagana verði að gulli. Hann er Íslandsmeistari með Víkingi og nær sögulegum árangri sem fyrirliði landsliðsins. Íslenski boltinn 17. október 2025 11:00
Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Wilfried Zaha er langt frá því að vera sáttur með fyrrverandi samherja sinn hjá Crystal Palace, Jean-Philippe Mateta, og segir ummæli hans um hann vera ógeðsleg. Enski boltinn 17. október 2025 08:32
Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Þjálfari ítalska fótboltalandsliðsins hótar því að fara í útlegð frá sínu eigin landi ef landsliðið hans kemst ekki á þriðja heimsmeistaramótið í röð. Fótbolti 16. október 2025 23:02
FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. Fótbolti 16. október 2025 21:48
Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Eftirlitsstofnun í Sviss hefur hafið frumkvæðisskoðun á því hvort að Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) stundi ólöglega veðmálastarfsemi með sölu á sýndareignum í aðdraganda að heimsmeistaramóti á næsta ári. Eignirnar veita möguleika á að kaupa miða á leiki á mótinu og ganga kaupum og sölum dýrum dómum. Viðskipti erlent 16. október 2025 11:39
Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Landslið Marokkós í fótbolta karla setti heimsmet með sigri sínum á Lýðveldinu Kongó í fyrradag. Fótbolti 16. október 2025 11:30
Borgarstjóri Boston svarar Trump Michelle Wu, borgarstjóri Boston, hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna hótana hans um að færa leiki á HM í fótbolta næsta sumar úr borginni. Fótbolti 16. október 2025 08:30
Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Eftir óvænt tap gegn Færeyjum hafa báðir landsliðsþjálfarar Tékklands verið reknir úr starfi. Aðalþjálfarinn axlar fulla ábyrgð og segist skilja ákvörðunina. Fótbolti 15. október 2025 16:32
Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Lee Dixon kom við kauninn á Everton-mönnum þegar hann lýsti leik Lettlands og Englands í undankeppni HM 2026 í gær. Félagið svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 15. október 2025 10:32