Segir fólki að hætta að hneykslast á áhrifavöldum og horfa á stóru myndina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 15:01 Tony Bellew hefur náð að búa sér til líf eftir hnefaleikaferlinn bæði í fjölmiðlum og með því að leika í kvikmyndinni Creed III. Getty/Dave J Hogan Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum er ekki einn af þeim sem gagnrýnir bardaga áhrifavalda sem eru mjög áberandi þessa dagana í bardagaheiminum. Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira