„Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:42 Teitur telur Þór ekki tala af háum hóli þegar hann saki Reykvíkinga um sóðaskap, Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu sem þurftu að loka sinni eigin grendarstöð vegna sóðaskaps. vísir/vilhelm Erjum Seltirninga og Reykvíkinga hvað varðar sorphirðu virðist hvergi nærri lokið. Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51