Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar. Lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Þá er ólíklegt að neyðarbirgðir til handa Palestínumönnum á Gasa berist þangað frá Egyptalandi í dag vegna þess hve illa farnir vegirnir á Gasaströndinni eru. 

Stuðningsmenn Palestínumanna á Íslandi sóttu hart að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun og fóru fram á að íslensk stjórnvöld fordæmi tafarlaust stríðsglæpi Ísrael á Gasa. 

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Þá ætla eigendur húsnæðisins að taka þátt í kostnaðinum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×