Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 14:21 Prikið er eitt elsta veitingahús landsins. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. „Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum. Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
„Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum.
Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira