„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. október 2023 19:11 Mörg fyrirtæki og stofnanir eru enn að velta því fyrir sér hvernig skipulaginu verði háttað á þriðjudag. Stöð 2 Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Skerða þarf þjónustu í mörgum leikskólum eða jafnvel loka þeim alveg. Það sama er uppi á teningnum í grunnskólum. Á meðan sumir skólar loka alveg hafa sumir brugðið á það ráð að biðla til foreldra að hafa börnin sín heima svo þeir sem nauðsynlega þurfi að mæta í skólann geti mætt. Það sama á við um frístundaheimilin. Aðeins bráðaerindi á heilsugæslu Þá eru mörg fyrirtæki og stofnanir enn að skipuleggja sína daga og rýna í hvort þeir geti haldið opnu eða hvort þeir þurfi að skerða þjónustu eða jafnvel loka. Fréttastofa náði tali af nokkrum einstaklingum í dag sem öll eru klár í daginn. Valý Þórsteinsdóttir hyggst fara í verkfall og segir hún manninn sinn sjá um börnin þann dag. „Ég hugsa að ég verði með stúlkuna í vinnunni fram að hádegi allavega,“ segir Klemenz Freyr. Jóhann Torfi hyggst vinna að heiman með börnin. „Það er bara allt í góðu, við styðjum þetta heilshugar.“ Ætlar að taka þátt í dagskránni Silja Rúnarsdóttir ætlar ekki að mæta til vinnu og sér fram á að taka þátt í dagskrá dagsins eins og hún leggur sig. Viggó segir samstarfskonur sínar ætla að taka þátt í deginum og að þær njóti fulls stuðnings. „Við spýtum bara í lófana og vinnum aðeins hraðar og verðum öflugri,“ segir hann. Birna Rún er í menntaskóla og ætlar að taka þátt í verkfallinu ásamt kvenkyns kennurum skólans. „Amma mín er í Hveragerði og ég ætla að fara sækja hana og við ætlum að fara á Arnarhól.“ Valdimar Þór Svavarsson segir daginn ekki verða öðruvísi en aðra að öðru leyti en því að dóttir hans sem er í grunnskóla verði heima þennan dag vegna verkfallsins. „Ég mun sinna henni alveg ofsalega vel,“ segir Valdimar glaður í bragði. Kvennaverkfall Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47 Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00 Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Skerða þarf þjónustu í mörgum leikskólum eða jafnvel loka þeim alveg. Það sama er uppi á teningnum í grunnskólum. Á meðan sumir skólar loka alveg hafa sumir brugðið á það ráð að biðla til foreldra að hafa börnin sín heima svo þeir sem nauðsynlega þurfi að mæta í skólann geti mætt. Það sama á við um frístundaheimilin. Aðeins bráðaerindi á heilsugæslu Þá eru mörg fyrirtæki og stofnanir enn að skipuleggja sína daga og rýna í hvort þeir geti haldið opnu eða hvort þeir þurfi að skerða þjónustu eða jafnvel loka. Fréttastofa náði tali af nokkrum einstaklingum í dag sem öll eru klár í daginn. Valý Þórsteinsdóttir hyggst fara í verkfall og segir hún manninn sinn sjá um börnin þann dag. „Ég hugsa að ég verði með stúlkuna í vinnunni fram að hádegi allavega,“ segir Klemenz Freyr. Jóhann Torfi hyggst vinna að heiman með börnin. „Það er bara allt í góðu, við styðjum þetta heilshugar.“ Ætlar að taka þátt í dagskránni Silja Rúnarsdóttir ætlar ekki að mæta til vinnu og sér fram á að taka þátt í dagskrá dagsins eins og hún leggur sig. Viggó segir samstarfskonur sínar ætla að taka þátt í deginum og að þær njóti fulls stuðnings. „Við spýtum bara í lófana og vinnum aðeins hraðar og verðum öflugri,“ segir hann. Birna Rún er í menntaskóla og ætlar að taka þátt í verkfallinu ásamt kvenkyns kennurum skólans. „Amma mín er í Hveragerði og ég ætla að fara sækja hana og við ætlum að fara á Arnarhól.“ Valdimar Þór Svavarsson segir daginn ekki verða öðruvísi en aðra að öðru leyti en því að dóttir hans sem er í grunnskóla verði heima þennan dag vegna verkfallsins. „Ég mun sinna henni alveg ofsalega vel,“ segir Valdimar glaður í bragði.
Kvennaverkfall Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47 Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00 Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47
Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00
Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent