Grænir flöskuhálsar Gísli Stefánsson skrifar 22. október 2023 09:30 Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun