Jón efndi til blaðamannafundar: „Tognun er ósýnilegur sjúkdómur í samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 23:30 Blaðamannafundur Jóns Gnarr fór fram í gær. X977 Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning. Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Grín og gaman X977 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan.
Grín og gaman X977 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira