Albert pissaði í sig af hræðslu en stökk samt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:00 Albert Guðmundsson í leik með Genoa liðinu á þessu tímabili. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð að skora þrjú mörk á einu tímabili í Seríu A. Getty/Simone Arveda Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var stóru viðtali í helgarblaði ítalska stórblaðsins Gazzetta dello Sport, Sportweek, um helgina og lýsti þar meðal annars yfir að hann væri ekki hinn dæmigerði Íslendingur. Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér. Ítalski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér.
Ítalski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira