Íslendingur handtekinn fyrir líkamsárás í Osaka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 10:13 Íslenski maðurinn er sagður hafa verið handtekinn af lögreglunni í Osaka á laugardag fyrir líkamsárás sem hann á að hafa framið 17. október síðastliðinn. Getty/Takashi Aoyama Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í Osaka í Japan grunaður um að hafa ráðist á leigubílstjóra á sextugsaldri eftir að hann neitaði að greiða fargjald. Utanríkisráðuneytið hefur vitneskju um málið. Frá þessu er greint á japanska fréttamiðlinum Japan Today og DV greinir fyrst frá íslenskra miðla. Japan Today hefur eftir lögreglunni í Osaka að árásin hafi átt sér stað klukkan 10:30 morguninn 17. október. Íslenski maðurinn, sem er 24 ára gamall, er sagður hafa tekið leigubílinn í Kita Ward en neitað að borga fargjaldið, sem voru þrjú þúsund yen eða um 2.800 krónur, þegar hann kom á áfangastað. Leigubílstjórinn hafi elt íslenska manninn út úr bílnum, sem hafi kýlt hann nokkrum sinnum í andlitið og svo hlaupið í burt. Leigubílstjórinn er sagður hafa fengið minniháttar áverka. Að sögn lögreglu tókst henni að bera kennsl á manninn eftir að hafa skoðað myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Maðurinn var handtekinn á laugardag og hefur hann ekki tjáð sig í yfirheyrslum hjá lögreglu. Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ráðuneytið viti af umræddu máli en geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál. Japan Íslendingar erlendis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Frá þessu er greint á japanska fréttamiðlinum Japan Today og DV greinir fyrst frá íslenskra miðla. Japan Today hefur eftir lögreglunni í Osaka að árásin hafi átt sér stað klukkan 10:30 morguninn 17. október. Íslenski maðurinn, sem er 24 ára gamall, er sagður hafa tekið leigubílinn í Kita Ward en neitað að borga fargjaldið, sem voru þrjú þúsund yen eða um 2.800 krónur, þegar hann kom á áfangastað. Leigubílstjórinn hafi elt íslenska manninn út úr bílnum, sem hafi kýlt hann nokkrum sinnum í andlitið og svo hlaupið í burt. Leigubílstjórinn er sagður hafa fengið minniháttar áverka. Að sögn lögreglu tókst henni að bera kennsl á manninn eftir að hafa skoðað myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Maðurinn var handtekinn á laugardag og hefur hann ekki tjáð sig í yfirheyrslum hjá lögreglu. Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ráðuneytið viti af umræddu máli en geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál.
Japan Íslendingar erlendis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira