Guðmundur var fyrirliði Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Hann skoraði átta mörk í 21 deildarleik í sumar.
Hinn tvítugi Guðmundur er uppalinn hjá Selfossi en hefur einnig leikið með ÍA. Hann lék 29 leiki í efstu deild með Skagamönnum og skoraði eitt mark.
Alls hefur Guðmundur leikið 102 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað 23 mörk. Þá hefur hann leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fylkir endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Fylkismenn voru í fallbaráttu allt tímabilið en björguðu sér með því að vinna síðustu tvo leiki sína.