Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 12:44 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins. Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira
Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins.
Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira