Ráðamenn hafi engan áhuga á ófremdarástandi á lánamarkaði Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 11:06 Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Bylgjan Fasteignasali segir að húsnæðislánakerfið hér á landi hafi ekkert skánað á þeim fjörutíu árum síðan verðtrygging var innleidd. „Fólk bara deyfist og svæfist við þetta mótlæti, herðir að sér.“ Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan: Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan:
Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði