Setur reglur um hverjir geta sprautað fylliefnum í varir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2023 11:46 Heilbrigðisráðherra hefur brugðist við umfjöllun um villta vestrið hvað varðar hverjir sprauta fyllefni í varir og andlit fólks hér á landi. vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur samið drög að reglugerð með það að markmiði að takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs. Í Kompás á dögunum var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Læknar segjast ítrekað og í áraraðir hafa kallað eftir reglum um efnin, án árangurs. Heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fagna umræðunni. Hann liti málið alvarlegum augum og ætlaði að setja reglur um notkun fylliefna. Nú hafa drög að reglugerð verið samin í ráðuneytinu og lögð fram til umsagnar. Með þeim er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga og sem eru án læknisfræðilegs tilgangs, við tilteknar löggiltar heilbrigðisstéttir og eftir atvikum sérfræðinga innan þeirra, til að tryggja hagsmuni og öryggi sjúklinga. Í drögunum er að finna ákvæði um heimild tiltekinna heilbrigðisstétta til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs, skilyrði fyrir veitingu þjónustunnar, upplýsingaskyldu veitenda þjónustunnar, ákvæði um samþykki og afturköllun þess, ásamt ákvæði um bann við veitingu hættulegra meðferða. Þar að auki kveða reglugerðardrögin á um eftirlit landlæknis og Lyfjastofnunar, nauðsynlegar tryggingar þjónustuveitenda og viðurlög við brotum samkvæmt reglugerðardrögunum. Við gerð reglugerðardraganna var litið til löggjafar á Norðurlöndunum sem og umræðunnar í þjóðfélaginu síðustu ár. Þurfa að hafa fullnægjandi menntun Í nýrri reglugerð segir að einungis læknum með sérfræðileyfi frá embætti landlæknis í húðlækningum eða lýtalækningum sé heimilt að veita meðferð til útlitsbreytingar, meðal annars í fegrunarskyni, sem felur í sér inndælingu á lyfjum eða lækningatækjum sem og innsetningu hluta undir húð. „Læknum, tannlæknum og hjúkrunarfræðingum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu á veitingu meðferða á grundvelli reglugerðar þessarar er þó heimilt að veita slíkar meðferðir á eigin ábyrgð á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu með leyfi frá landlækni. Viðkomandi skulu hafa fullnægjandi menntun í líffærafræði og líkamsbyggingu og hafa sótt sér viðbótarþjálfun sem varðar þær meðferðir sem þeir hyggjast veita. Embætti landlæknis skal hafa staðfest að skilyrði um faglegar lágmarkskröfur til reksturs slíkrar heilbrigðisþjónustu séu uppfylltar. Greina skal frá áhættunni Læknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu er heimilt að veita meðferðir samkvæmt reglugerð þessari, undir eftirliti og á ábyrgð þeirra sem hafa heimild til meðferðanna samkvæmt reglugerðinni. Þá hvílir sú skylda að upplýsa skal hvern þann sem hyggst ganga undir meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs bæði munnlega og skriflega um meðferðina sem um ræðir. Þar skal greina frá eðli meðferðar og líklegri niðurstöðu með skýrum hætti, mögulegum aukaverkunum, allri áhættu sem fylgt getur meðferð, og öðru sem tilefni er til að upplýsa sjúkling um, svo sem mögulega fylgikvilla til lengri eða skemmri tíma og tíðni þeirra. Heilbrigðisstarfsmanni ber að tryggja sjúklingi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um meðferð áður en hann samþykkir meðferð. Ef heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferðir án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs verður þess áskynja að sjúklingi sé ókunnugt um einhvern þátt tengdan meðferð sem gæti skipt máli fyrir ákvörðun sjúklings ber honum að upplýsa sjúkling sérstaklega um þá þætti. Upplýst samþykki skuli liggja fyrir Meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs má aldrei veita nema með upplýstu samþykki sjúklings. Með samþykki sínu staðfestir sjúklingur einnig að hann hafi verið upplýstur um mögulega áhættu sem felst í meðferð. Sjúklingur getur afturkallað samþykki sitt hvenær sem er. Skal þá samstundis stöðva meðferð og ekki haldið áfram nema nýtt samþykki sé veitt. Ávallt er heimilt að neita sjúklingi um meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs. Tengd skjöl Reglugerð_um_takmarkanir_á_útlitsbreytandi_meðferðum_án_læknisfræðilegs_tilgangsDOCX46KBSækja skjal Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. 4. október 2023 23:30 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í Kompás á dögunum var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Læknar segjast ítrekað og í áraraðir hafa kallað eftir reglum um efnin, án árangurs. Heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fagna umræðunni. Hann liti málið alvarlegum augum og ætlaði að setja reglur um notkun fylliefna. Nú hafa drög að reglugerð verið samin í ráðuneytinu og lögð fram til umsagnar. Með þeim er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga og sem eru án læknisfræðilegs tilgangs, við tilteknar löggiltar heilbrigðisstéttir og eftir atvikum sérfræðinga innan þeirra, til að tryggja hagsmuni og öryggi sjúklinga. Í drögunum er að finna ákvæði um heimild tiltekinna heilbrigðisstétta til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs, skilyrði fyrir veitingu þjónustunnar, upplýsingaskyldu veitenda þjónustunnar, ákvæði um samþykki og afturköllun þess, ásamt ákvæði um bann við veitingu hættulegra meðferða. Þar að auki kveða reglugerðardrögin á um eftirlit landlæknis og Lyfjastofnunar, nauðsynlegar tryggingar þjónustuveitenda og viðurlög við brotum samkvæmt reglugerðardrögunum. Við gerð reglugerðardraganna var litið til löggjafar á Norðurlöndunum sem og umræðunnar í þjóðfélaginu síðustu ár. Þurfa að hafa fullnægjandi menntun Í nýrri reglugerð segir að einungis læknum með sérfræðileyfi frá embætti landlæknis í húðlækningum eða lýtalækningum sé heimilt að veita meðferð til útlitsbreytingar, meðal annars í fegrunarskyni, sem felur í sér inndælingu á lyfjum eða lækningatækjum sem og innsetningu hluta undir húð. „Læknum, tannlæknum og hjúkrunarfræðingum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu á veitingu meðferða á grundvelli reglugerðar þessarar er þó heimilt að veita slíkar meðferðir á eigin ábyrgð á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu með leyfi frá landlækni. Viðkomandi skulu hafa fullnægjandi menntun í líffærafræði og líkamsbyggingu og hafa sótt sér viðbótarþjálfun sem varðar þær meðferðir sem þeir hyggjast veita. Embætti landlæknis skal hafa staðfest að skilyrði um faglegar lágmarkskröfur til reksturs slíkrar heilbrigðisþjónustu séu uppfylltar. Greina skal frá áhættunni Læknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu er heimilt að veita meðferðir samkvæmt reglugerð þessari, undir eftirliti og á ábyrgð þeirra sem hafa heimild til meðferðanna samkvæmt reglugerðinni. Þá hvílir sú skylda að upplýsa skal hvern þann sem hyggst ganga undir meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs bæði munnlega og skriflega um meðferðina sem um ræðir. Þar skal greina frá eðli meðferðar og líklegri niðurstöðu með skýrum hætti, mögulegum aukaverkunum, allri áhættu sem fylgt getur meðferð, og öðru sem tilefni er til að upplýsa sjúkling um, svo sem mögulega fylgikvilla til lengri eða skemmri tíma og tíðni þeirra. Heilbrigðisstarfsmanni ber að tryggja sjúklingi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um meðferð áður en hann samþykkir meðferð. Ef heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferðir án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs verður þess áskynja að sjúklingi sé ókunnugt um einhvern þátt tengdan meðferð sem gæti skipt máli fyrir ákvörðun sjúklings ber honum að upplýsa sjúkling sérstaklega um þá þætti. Upplýst samþykki skuli liggja fyrir Meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs má aldrei veita nema með upplýstu samþykki sjúklings. Með samþykki sínu staðfestir sjúklingur einnig að hann hafi verið upplýstur um mögulega áhættu sem felst í meðferð. Sjúklingur getur afturkallað samþykki sitt hvenær sem er. Skal þá samstundis stöðva meðferð og ekki haldið áfram nema nýtt samþykki sé veitt. Ávallt er heimilt að neita sjúklingi um meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs. Tengd skjöl Reglugerð_um_takmarkanir_á_útlitsbreytandi_meðferðum_án_læknisfræðilegs_tilgangsDOCX46KBSækja skjal
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. 4. október 2023 23:30 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. 4. október 2023 23:30
Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30