Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2007. Ríkisstjórn Ísraels er sögð hafa samþykkt að bíða með allsherjarinnrás á Gasaströndina eftir að beiðni um slíkt barst frá ráðamönnum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn vilja auka viðbúnað sinn í Mið-Austurlöndum og eru sagðir hafa áhyggjur af því að markmið Ísraela séu óljós og að mannfall meðal óbreyttra borgara verði mikið. Sjá einnig: Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Einnig hafa vaknað upp spurningar um hvað myndi gerast næst. Myndu Ísraelar hernema Gasaströndina og taka yfir stjórn hennar eða hafa þeir yfir höfuð áhuga á því? Reyna að miðla reynslu sinni Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangnakerfi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Bandaríkjamenn hafi ráðlagt Ísraelum varðandi það hvaða vandamálum þeir gætu staðið frammi fyrir, þar sem innrás á Gasa er talin geta líkst átökum Bandaríkjamann og bandamanna þeirra við vígamenn Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Þar hafi vígamenn til að mynda skýlt sér bakvið óbreytta borgara en talið er að þúsundir borgara hafi fallið í loftárásum og átökum við ISIS-liða. AP hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að í samtölum við Ísraela hafi Bandaríkjamenn ítrekað mikilvægi þess að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara. Til dæmis þurfi að tryggja þeim leið frá átökunum. Tveir særðir drengir fluttir til aðhlynningar eftir loftárás Ísraela á Gasaströndina.AP/Abed Khaled Það tók um átta mánuði að frelsa Mosul úr höndum ISIS-liða en rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að allt að tíu þúsund borgarar hafi fallið í átökunum. Þar af að minnsta kosti 3.200 vegna loftárása eða stórskotaliðsárása. Bandarískir herforingjar hafa reynt að miðla reynslu sinni til Ísraela varðandi það að forðast mannfall og sömuleiðis varðandi gildrur, sprengjur og ýmislegt annað sem Bandaríkjamenn hafa lært á undanförnum áratugum. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, herforinginn Joseph Votel, sem leiddi baráttuna gegn ISIS, segir Ísraela standa frammi fyrir hernaðarlega háþróaðri óvini. Hamas-liðar séu með betri varnir og betur vopnum búnir en ISIS-liðar voru. Þá muni göng Hamas spila stóra rullu í væntanlegri innrás. Göngin erfið fyrir Ísraela Í grein á vef Modern Warfare Institute, hugveitu sem rekin er við West Point herskólann í Bandaríkjunum, segir að Ísraelar standi frammi fyrir margskonar vandamálum varðandi innrás á Gasa. Stærsta vandamálið sé þó göng Hamas-liða, sem spanni stóran hluta Gasastrandarinnar og geta verið notuð til að flytja vígamenn og hergögn um svæðið án þess að Ísraelar sjái og jafnvel til að koma aftan að ísraelskum hermönnum. Greinin er skrifuð af John Spencer, sem er yfir rannsóknum MWI á átökum í byggðum bólum, en þar segir hann enga lausn sjáanlega. „Göngin munu gera vígamönnum kleift að færa sig í og úr bardögum í öryggi undir stærðarinnar byggingum, jafnvel eftir að ísraelski herinn varpar hálfs tonns sprengjum á þau. Göng Hamas eru oft búin ljósavélum, loftræstingu, vatnsleiðslum og birgðum af mat sem mun gera vígamönnum auðveldar að eiga við erfiðleika, eins og hefðbundna þreytu, sem fylgir umsátursástandi og einangrun,“ skrifar Spencer. Hann segir að leiðtogar Hamas muni nota gögnin til að komast hjá því að vera handsamaðir af Ísraelum. Göngin munu einnig gera Hamas-liðum kleift að sitja fyrir ísraelskum hermönnum og koma aftan að þeim. Hafa undirbúið sig Sé litið á heildina munu göngin spila stóra rullu í vörnum vígamanna Hamas. Þeir hafa haft tíma til að undirbúa sig frá því vígamenn samtakanna réðstu á byggð ból í suðurhluta Ísraels og bönuðu um 1.400 manns, þar af lang flestir óbreyttir borgarar, frömu margskonar ódæði og rændu um 220 manns. Undirbúningurinn hefur jafnvel staðið yfir lengur en það, þar sem leiðtogar Hamas hafi mátt búast við hörðum viðbrögðum við árásunum þann 7. október. „Vígamenn Hamas munu mynda smáa hópa sem munu stinga upp kollinum, gera árás á ísraelska hermenn og hverfa aftur ofan í göngin. Hamas mun einnig nota göngin til að fela og flytja eldflaugar,“ segir Spencer. Hann segir einnig að hægt verði að koma fyrir sprengjum í göngum undir mikilvægum vegum, sem ísraelskir hermenn þurfa að nota eða eru plataðir til að nota, og fella gögnin svo saman. Miklar hörmungar fyrir Palestínumenn myndu fylgja allsherjarinnrás Ísraela á Gasaströndina.AP/Ali Mahmoud Það að berjast um göngin er einnig gífurlega erfitt og slíkum bardögum gætu fylgt mikil vandræði. Meðal annars nefnir Spencer það að samskiptabúnaður muni ef til vill ekki virka, mögulega muni hermenn þurfa ljós og jafnvel súrefniskúta. Þá halli mjög á árásaraðila í gangnahernaði, þar sem einn vel staðsettur og vel búinn verjandi geti haldið aftur af mun öflugri sóknaraðilum. Einnig gætu Hamas-liðar komið sprengjum fyrir í göngum, laðað ísraelska hermenn inn í þau og sprengt þau upp. Þjálfa sérstakar sveitir fyrir bardaga í göngum Spencer segir göng Hamas vera mjög þröng. Þau séu yfirleitt ekki meira en tveggja metra há og eins metra breið, sem geri mjög erfitt að berjast í þeim. Þá hafi Hamas-liðar grafið göng sín mjög djúpt vegna tækni sem gerir Ísraelum kleift að finna göngin. Árið 2020 fundu Ísraelar göng sem voru á um sjötíu metra dýpi. Það eru dýpstu göngin sem hafa fundist. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göngu og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Hermenn vakta landmæri Gasastrandarinnar.AP/Ohad Zwigenberg Þá hafa Ísraelar þróað sérstakar aðferðir þegar göng finnast, sem snúast meðal annars um að sprengja göngin eða jafnvel nota jarðýtur til að loka þeim. Það gerður bandarískir landgönguliðar við hella Japana á Iwo Jima í seinni heimsstyrjöldinni. Spencer segir enga eina lausn til við þeim vandamálum sem göng Hamas valda Ísraelum. Takast þurfi á við þau miðað við hvert tilfelli. Það sé þó ljóst að Ísraelar muni þurfa mikinn tíma, sem er ekki víst að þeir myndu fá, með tilliti til viðbragða aljþjóðasamfélagsins við miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Hvað tekur við? Sé gert ráð fyrir því að Ísrael geri innrás á Gasaströndina og sigri Hamas eftir ótilgreindan tíma, þá er spurningin hvað tæki við? Innrás og útrýming Hamas-samtakanna gæti allt eins leitt af sér að önnur sambærileg samtök eða skjóti upp kollinum í kjölfarið. Það gæti sömuleiðis reynst Ísraelum erfitt að gera útaf við Hamas-samtökin. Myndu Ísraelar hernema Gasaströndina aftur til að reyna að koma í veg fyrir nýja uppreisna eða ný Hamas-samtök eða reyna að bjóða öðrum aðilum til að taka yfir stjórn svæðisins? Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir hernám ekki standa til og að Ísraelar ætli sér ekki að taka yfir Gasaströndina. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í síðustu viku að til stæði að stofna „nýja öryggisstjórn“ á Gasaströndinni en fór ekki nánar út í það. Eins og segir í nýlegri grein New York Times, þá verður samt einhver að stjórna Gasaströndinni, eða því sem eftir verður af henni, verði af innrásinni. Í grein Economist, sem birt var í vikunni, er áætlað að um 24 þúsund byggingar á Gasaströndinni hafi orðið fyrir skemmdum. Það sé um níu prósent allra bygginga á svæðinu og feli í sér að minnst 225 þúsund manns hafi misst húsnæði sitt. "We estimate that around 24,000 buildings have been damaged, roughly 9% of the building stock of the Gaza Strip...By merging our map with population data we calculated that at least 225,000 people will have no home to return to when the fighting stops." https://t.co/6R1frXJtlr— Tom Nuttall (@tom_nuttall) October 25, 2023 Heimastjórnin ólíkleg til stórverka Einn möguleiki er að Ísraelar myndu bjóða ráðamönnum Heimastjórnar Palestínu á Vesturbakkanum til að stjórna Gasaströndinni aftur. Það þykir þó ólíklegt þar sem Heimastjórninni var bolað frá Gasa þegar Hamas tók yfir stjórn svæðisins árið 2007 og trúverðugleiki þeirri yrði ekki mikill ef stjórn þeirra á Gasa væri tryggð af ísraelska hernum. Heimastjórnin þykir þar að auki standa á veikum grunni og ekki hafa getu til að stýra Gasaströndinni. Heimastjórnin var mynduð í kjölfar Oslóarsáttmálans sem skrifað var undir árið 1993 og átti hún að vera grunnurinn að framtíðarríki Palestínu. Í grein Economist um það hvort Heimastjórnin gæti tekið við stjórn Gasasvæðisins, segir að traust á hinn 87 ára gamla Mahmoud Abbas, sem leiðir Heimastjórnina og Fatah-hreyfinguna, hafi dregist mjög saman. Palestínumenn sjái hann sem spilltan og vanhæfan en hann var árið 2005 kjörinn til fjögurra ára kjörtímabils og hefur hann setið við stjórn Heimastjórnarinnar síðan þá og án kosninga. Mahmoud Abbas, forseti Heimastjórnar Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar.AP/Jacquelyn Martin Ísraelar hernámu Gasaströndina á árum áður en hörfuðu þaðan árið 2005 og færðu Heimastjórn Palestínumanna stjórn á svæðinu. Fatah-hreyfingin tapaði kosningum ári síðar fyrir Hamas og kom til átaka milli Hamas og Fatah árið 2007, sem enduðu fljótt með því að Hamas-liðar tóku völd á Gasaströndinni. Vantrú Palestínumanna á Heimastjórnina má að miklu leyti rekja til þess að hún hefur ekki getað stöðvað landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og ofbeldi í garð Palestínumanna þar og hefur misst tök á stórum hluta svæðisins í hendur vígahópa. Heimastjórnin á einnig í miklum fjárhagsörðugleikum. Samkvæmt heimildum Economist stefnir í að hún geti ekki greitt laun meirihluta starfsmanna sinna á næstu vikum. Þá gefi skoðanakannanir til kynna að vinsældir Hamas-samtakanna hafi aukist meðal Palestínumanna á meðan vinsældir Heimastjórnarinnar hafi hrunið. Salam Fayad, fyrrverandi forsætisráðherra Heimastjórnarinnar, sagði í samtali við Economist að ef Heimastjórnin tæki ekki miklum breytingum, gæti hún fallið á næstunni. Hvað með Sameinuðu þjóðirnar? Í grein NYT er rifjað upp að eftir átök milli Ísraela og Hamas árið 2014 könnuðu ráðamenn í Ísrael hvað „hægt væri að gera við Gasaströndina“ og var einn af möguleikunum að færa landamæri svæðisins undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu sem skrifuð var á þeim tíma kom fram að vopnahléseftirlit Sameinuðu þjóðanna, sem stofnað var árið 1948, hefði enn lagaheimild til að vakta Gasaströndina, vopnahléseftirlitið hefði verið lagt til hliðar með Oslóarsáttmálanum árið 1996. Ísraelskir hermenn stytta sér stundir á meðan beðið er eftir innrás.AP/Maya Alleruzzo Hollenskur erindreki sem hefur komið að friðarviðleitni fyrir botni Miðjarðarhafsins segir umræðuna árið 2014 hafa verið raunverulega. Vonast hafi verið til þess að Heimastjórnin gæti tekið aftur við stjórn Gasa en það hafi verið ólíklegt og sé jafnvel enn ólíklegra núna. „Við leyfðum ástandinu að falla í sama farveginn," sagði Robert Serry, áðurnefndur erindreki. Sá farvegur hafi einkennst af viðkvæmu vopnahléi og takmörkuðu fyrirkomulagi um að halda lífinu á Gasaströndinni gangandi. Serry sagðist vonast til þess að Ísraelar hefðu lært sína lexíu. Ef þeir haldi áfram að reyna að hunsa spurninguna um Palestínuríki, muni átök áfram vera regluleg. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. 24. október 2023 11:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2007. Ríkisstjórn Ísraels er sögð hafa samþykkt að bíða með allsherjarinnrás á Gasaströndina eftir að beiðni um slíkt barst frá ráðamönnum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn vilja auka viðbúnað sinn í Mið-Austurlöndum og eru sagðir hafa áhyggjur af því að markmið Ísraela séu óljós og að mannfall meðal óbreyttra borgara verði mikið. Sjá einnig: Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Einnig hafa vaknað upp spurningar um hvað myndi gerast næst. Myndu Ísraelar hernema Gasaströndina og taka yfir stjórn hennar eða hafa þeir yfir höfuð áhuga á því? Reyna að miðla reynslu sinni Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangnakerfi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Bandaríkjamenn hafi ráðlagt Ísraelum varðandi það hvaða vandamálum þeir gætu staðið frammi fyrir, þar sem innrás á Gasa er talin geta líkst átökum Bandaríkjamann og bandamanna þeirra við vígamenn Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Þar hafi vígamenn til að mynda skýlt sér bakvið óbreytta borgara en talið er að þúsundir borgara hafi fallið í loftárásum og átökum við ISIS-liða. AP hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að í samtölum við Ísraela hafi Bandaríkjamenn ítrekað mikilvægi þess að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara. Til dæmis þurfi að tryggja þeim leið frá átökunum. Tveir særðir drengir fluttir til aðhlynningar eftir loftárás Ísraela á Gasaströndina.AP/Abed Khaled Það tók um átta mánuði að frelsa Mosul úr höndum ISIS-liða en rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að allt að tíu þúsund borgarar hafi fallið í átökunum. Þar af að minnsta kosti 3.200 vegna loftárása eða stórskotaliðsárása. Bandarískir herforingjar hafa reynt að miðla reynslu sinni til Ísraela varðandi það að forðast mannfall og sömuleiðis varðandi gildrur, sprengjur og ýmislegt annað sem Bandaríkjamenn hafa lært á undanförnum áratugum. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, herforinginn Joseph Votel, sem leiddi baráttuna gegn ISIS, segir Ísraela standa frammi fyrir hernaðarlega háþróaðri óvini. Hamas-liðar séu með betri varnir og betur vopnum búnir en ISIS-liðar voru. Þá muni göng Hamas spila stóra rullu í væntanlegri innrás. Göngin erfið fyrir Ísraela Í grein á vef Modern Warfare Institute, hugveitu sem rekin er við West Point herskólann í Bandaríkjunum, segir að Ísraelar standi frammi fyrir margskonar vandamálum varðandi innrás á Gasa. Stærsta vandamálið sé þó göng Hamas-liða, sem spanni stóran hluta Gasastrandarinnar og geta verið notuð til að flytja vígamenn og hergögn um svæðið án þess að Ísraelar sjái og jafnvel til að koma aftan að ísraelskum hermönnum. Greinin er skrifuð af John Spencer, sem er yfir rannsóknum MWI á átökum í byggðum bólum, en þar segir hann enga lausn sjáanlega. „Göngin munu gera vígamönnum kleift að færa sig í og úr bardögum í öryggi undir stærðarinnar byggingum, jafnvel eftir að ísraelski herinn varpar hálfs tonns sprengjum á þau. Göng Hamas eru oft búin ljósavélum, loftræstingu, vatnsleiðslum og birgðum af mat sem mun gera vígamönnum auðveldar að eiga við erfiðleika, eins og hefðbundna þreytu, sem fylgir umsátursástandi og einangrun,“ skrifar Spencer. Hann segir að leiðtogar Hamas muni nota gögnin til að komast hjá því að vera handsamaðir af Ísraelum. Göngin munu einnig gera Hamas-liðum kleift að sitja fyrir ísraelskum hermönnum og koma aftan að þeim. Hafa undirbúið sig Sé litið á heildina munu göngin spila stóra rullu í vörnum vígamanna Hamas. Þeir hafa haft tíma til að undirbúa sig frá því vígamenn samtakanna réðstu á byggð ból í suðurhluta Ísraels og bönuðu um 1.400 manns, þar af lang flestir óbreyttir borgarar, frömu margskonar ódæði og rændu um 220 manns. Undirbúningurinn hefur jafnvel staðið yfir lengur en það, þar sem leiðtogar Hamas hafi mátt búast við hörðum viðbrögðum við árásunum þann 7. október. „Vígamenn Hamas munu mynda smáa hópa sem munu stinga upp kollinum, gera árás á ísraelska hermenn og hverfa aftur ofan í göngin. Hamas mun einnig nota göngin til að fela og flytja eldflaugar,“ segir Spencer. Hann segir einnig að hægt verði að koma fyrir sprengjum í göngum undir mikilvægum vegum, sem ísraelskir hermenn þurfa að nota eða eru plataðir til að nota, og fella gögnin svo saman. Miklar hörmungar fyrir Palestínumenn myndu fylgja allsherjarinnrás Ísraela á Gasaströndina.AP/Ali Mahmoud Það að berjast um göngin er einnig gífurlega erfitt og slíkum bardögum gætu fylgt mikil vandræði. Meðal annars nefnir Spencer það að samskiptabúnaður muni ef til vill ekki virka, mögulega muni hermenn þurfa ljós og jafnvel súrefniskúta. Þá halli mjög á árásaraðila í gangnahernaði, þar sem einn vel staðsettur og vel búinn verjandi geti haldið aftur af mun öflugri sóknaraðilum. Einnig gætu Hamas-liðar komið sprengjum fyrir í göngum, laðað ísraelska hermenn inn í þau og sprengt þau upp. Þjálfa sérstakar sveitir fyrir bardaga í göngum Spencer segir göng Hamas vera mjög þröng. Þau séu yfirleitt ekki meira en tveggja metra há og eins metra breið, sem geri mjög erfitt að berjast í þeim. Þá hafi Hamas-liðar grafið göng sín mjög djúpt vegna tækni sem gerir Ísraelum kleift að finna göngin. Árið 2020 fundu Ísraelar göng sem voru á um sjötíu metra dýpi. Það eru dýpstu göngin sem hafa fundist. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göngu og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Hermenn vakta landmæri Gasastrandarinnar.AP/Ohad Zwigenberg Þá hafa Ísraelar þróað sérstakar aðferðir þegar göng finnast, sem snúast meðal annars um að sprengja göngin eða jafnvel nota jarðýtur til að loka þeim. Það gerður bandarískir landgönguliðar við hella Japana á Iwo Jima í seinni heimsstyrjöldinni. Spencer segir enga eina lausn til við þeim vandamálum sem göng Hamas valda Ísraelum. Takast þurfi á við þau miðað við hvert tilfelli. Það sé þó ljóst að Ísraelar muni þurfa mikinn tíma, sem er ekki víst að þeir myndu fá, með tilliti til viðbragða aljþjóðasamfélagsins við miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Hvað tekur við? Sé gert ráð fyrir því að Ísrael geri innrás á Gasaströndina og sigri Hamas eftir ótilgreindan tíma, þá er spurningin hvað tæki við? Innrás og útrýming Hamas-samtakanna gæti allt eins leitt af sér að önnur sambærileg samtök eða skjóti upp kollinum í kjölfarið. Það gæti sömuleiðis reynst Ísraelum erfitt að gera útaf við Hamas-samtökin. Myndu Ísraelar hernema Gasaströndina aftur til að reyna að koma í veg fyrir nýja uppreisna eða ný Hamas-samtök eða reyna að bjóða öðrum aðilum til að taka yfir stjórn svæðisins? Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir hernám ekki standa til og að Ísraelar ætli sér ekki að taka yfir Gasaströndina. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í síðustu viku að til stæði að stofna „nýja öryggisstjórn“ á Gasaströndinni en fór ekki nánar út í það. Eins og segir í nýlegri grein New York Times, þá verður samt einhver að stjórna Gasaströndinni, eða því sem eftir verður af henni, verði af innrásinni. Í grein Economist, sem birt var í vikunni, er áætlað að um 24 þúsund byggingar á Gasaströndinni hafi orðið fyrir skemmdum. Það sé um níu prósent allra bygginga á svæðinu og feli í sér að minnst 225 þúsund manns hafi misst húsnæði sitt. "We estimate that around 24,000 buildings have been damaged, roughly 9% of the building stock of the Gaza Strip...By merging our map with population data we calculated that at least 225,000 people will have no home to return to when the fighting stops." https://t.co/6R1frXJtlr— Tom Nuttall (@tom_nuttall) October 25, 2023 Heimastjórnin ólíkleg til stórverka Einn möguleiki er að Ísraelar myndu bjóða ráðamönnum Heimastjórnar Palestínu á Vesturbakkanum til að stjórna Gasaströndinni aftur. Það þykir þó ólíklegt þar sem Heimastjórninni var bolað frá Gasa þegar Hamas tók yfir stjórn svæðisins árið 2007 og trúverðugleiki þeirri yrði ekki mikill ef stjórn þeirra á Gasa væri tryggð af ísraelska hernum. Heimastjórnin þykir þar að auki standa á veikum grunni og ekki hafa getu til að stýra Gasaströndinni. Heimastjórnin var mynduð í kjölfar Oslóarsáttmálans sem skrifað var undir árið 1993 og átti hún að vera grunnurinn að framtíðarríki Palestínu. Í grein Economist um það hvort Heimastjórnin gæti tekið við stjórn Gasasvæðisins, segir að traust á hinn 87 ára gamla Mahmoud Abbas, sem leiðir Heimastjórnina og Fatah-hreyfinguna, hafi dregist mjög saman. Palestínumenn sjái hann sem spilltan og vanhæfan en hann var árið 2005 kjörinn til fjögurra ára kjörtímabils og hefur hann setið við stjórn Heimastjórnarinnar síðan þá og án kosninga. Mahmoud Abbas, forseti Heimastjórnar Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar.AP/Jacquelyn Martin Ísraelar hernámu Gasaströndina á árum áður en hörfuðu þaðan árið 2005 og færðu Heimastjórn Palestínumanna stjórn á svæðinu. Fatah-hreyfingin tapaði kosningum ári síðar fyrir Hamas og kom til átaka milli Hamas og Fatah árið 2007, sem enduðu fljótt með því að Hamas-liðar tóku völd á Gasaströndinni. Vantrú Palestínumanna á Heimastjórnina má að miklu leyti rekja til þess að hún hefur ekki getað stöðvað landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og ofbeldi í garð Palestínumanna þar og hefur misst tök á stórum hluta svæðisins í hendur vígahópa. Heimastjórnin á einnig í miklum fjárhagsörðugleikum. Samkvæmt heimildum Economist stefnir í að hún geti ekki greitt laun meirihluta starfsmanna sinna á næstu vikum. Þá gefi skoðanakannanir til kynna að vinsældir Hamas-samtakanna hafi aukist meðal Palestínumanna á meðan vinsældir Heimastjórnarinnar hafi hrunið. Salam Fayad, fyrrverandi forsætisráðherra Heimastjórnarinnar, sagði í samtali við Economist að ef Heimastjórnin tæki ekki miklum breytingum, gæti hún fallið á næstunni. Hvað með Sameinuðu þjóðirnar? Í grein NYT er rifjað upp að eftir átök milli Ísraela og Hamas árið 2014 könnuðu ráðamenn í Ísrael hvað „hægt væri að gera við Gasaströndina“ og var einn af möguleikunum að færa landamæri svæðisins undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu sem skrifuð var á þeim tíma kom fram að vopnahléseftirlit Sameinuðu þjóðanna, sem stofnað var árið 1948, hefði enn lagaheimild til að vakta Gasaströndina, vopnahléseftirlitið hefði verið lagt til hliðar með Oslóarsáttmálanum árið 1996. Ísraelskir hermenn stytta sér stundir á meðan beðið er eftir innrás.AP/Maya Alleruzzo Hollenskur erindreki sem hefur komið að friðarviðleitni fyrir botni Miðjarðarhafsins segir umræðuna árið 2014 hafa verið raunverulega. Vonast hafi verið til þess að Heimastjórnin gæti tekið aftur við stjórn Gasa en það hafi verið ólíklegt og sé jafnvel enn ólíklegra núna. „Við leyfðum ástandinu að falla í sama farveginn," sagði Robert Serry, áðurnefndur erindreki. Sá farvegur hafi einkennst af viðkvæmu vopnahléi og takmörkuðu fyrirkomulagi um að halda lífinu á Gasaströndinni gangandi. Serry sagðist vonast til þess að Ísraelar hefðu lært sína lexíu. Ef þeir haldi áfram að reyna að hunsa spurninguna um Palestínuríki, muni átök áfram vera regluleg.
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15
Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. 24. október 2023 11:28