Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Ísraels­her stöðvaði aðra skútu með vistum

Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael – brostnir draumar og lygar

Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelsþing á­lyktar um inn­limun Vesturbakkans

Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskur ráð­herra kynnir á­form um þjóðernishreinsun á Gasa

Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Alls 81 barn látist úr hungri

Alls hafa 113 manns látist úr hungri frá upphafi átaka á Gasaströndinni, þar af 81 barn. Fjörutíu manns hafa látist í þessum mánuði en af þeim voru sextán börn. 

Erlent
Fréttamynd

Þing­maður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju varð heim­sókn fram­kvæmda­stjóra ESB að NATO-fundi?

Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál.

Skoðun
Fréttamynd

Veimiltítustjórn og tug­þúsundir dáinna barna

„Til að varðveita gildi hins siðmenntaða heims er nauðsynlegt að kveikja í bókasafni. Sprengja upp mosku. Brenna ólífutré til ösku. Að klæða sig í nærföt konu sem flúði og taka svo mynd af því. Að jafna háskóla við jörðu. Að taka herfangi skartgripi, listaverk, banka, mat. Að taka börn til fanga fyrir að tína upp grænmeti. Að skjóta börn fyrir að kasta grjóti. Að senda fanga í skrúðgöngu á nærfötunum. Að brjóta tennur úr manni og troða upp í hann klósettbursta. Að siga bardagahundum á mann með Down heilkenni og skilja hann svo eftir til að deyja. Annars gæti hinn ósiðmenntaði heimur sigrað.“

Skoðun
Fréttamynd

Úrsúla og öryggis­málin - Stöndum gegn vígvæðingu

Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu banda­manna okk­ar á viðvar­andi ör­ygg­is­áskor­an­ir á norður­slóðum og í Norður-Atlants­hafi”.

Skoðun