Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 16:56 Hálka var á veginum þegar slysið varð. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag og birtur í dag, segir að maðurinn hafi krafið Vís um greiðslu 1,5 milljóna króna, svo að tryggingafjárhæð næmi fullum bótum en ekki 2/3 hluta líkt og Vís hafði greitt honum. Maðurinn hafi hlotið varanlegan miska upp á fjögur stig og varanlega örorku upp á fimm prósent. Vís hafi upplýst manninum um þá afstöðu sína að bótaréttur úr slysatryggingu ökumanns og eiganda félli niður um 1/3 hluta með vísan til þess að maðurinn hefði valdið tjóninu með stórkostlegu gáleysi með því að hafa ekið bifreið án þess að horfa á veginn þegar hann teygði sig í síma sem lá á gólfi bifreiðarinnar. Vildi meina að gáleysið hafi ekki verið stórkostlegt Maðurinn kærði afstöðu Vís til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem staðfesti afstöðu Vís. Því höfðaði maðurinn mál til greiðslu fullra bóta. Hann bar meðal annars fyrir sig að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi að ræða heldur aðeins einfalt gáleysi. Það geti ekki verið ástæða skerðingar bóta, með vísan til dómaframkvæmdar og fræðiskrifa. Hann byggði á því að ökulag hans hafi hvorki verið óvenjulegt né óvarlegt miðað við aðstæður þegar slysið varð. Hann hafi ekið á litlum hraða og lítil umferð hafi verið þegar slysið átti sér stað. Hann hafi verið með gild réttindi og bifreiðin verið í góðu ásigkomulagi. Hann hafi hvorki talað í símann né notað hann að öðru leyti þegar símtækið féll í gólfið. Þá væri óumdeilt að hann hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna, sem leitt hefði getað til þess að hann hefði ekki fullkomna stjórn á bifreiðinni. Skynsamlegra að taka símann upp en ekki Þá vísaði maðurinn til þess að þegar aðstæðurnar væru hafðar í huga gæti það ekki falið í sér stórkostlegt gáleysi að líta af veginum eitt augnablik. Sú háttsemi að sækja símann af gólfinu hafi beinlínis verið skynsamlegri og rökréttari en að gera það ekki. Munir, á borð við síma, veski, flösku og annað, geti farið undir bensíngjöf eða bremsu séu þeir ekki fjarlægðir. Slíkt hefði í tilviki hans getað leitt til mun alvarlegra slyss en þess sem raungerðist. Að mati hans fælist ekki meira frávik í háttsemi hans umrætt skipti en sem felst í því að teygja sig í miðstöðina, kveikja á sætishita eða útvarpi eða svara símtali í gegnum handfrjálsan búnað. Í öllum þeim tilvikum kæmist ökumaður ekki hjá því að líta af veginum í örskamma stund. Í öllu falli hafi háttsemi hans ekki falið í sér alvarlegri frávik frá viðurkenndum hegðunarreglum við stjórn ökutækja en einfalt gáleysi. Horfði ekki á hálan veg Vís bar hins vegar fyrir sig að háttsemi mannsins hafi falið í sér stórkostlegt gáleysi. Hann hafi ekið bifreiðinni á vegi þar sem var bæði hálka og ísing í aflíðandi beygju og ekið svo út af þegar kröpp beygja kom á afreinina. Vís teldi að með þessum óumdeildu málsatvikum væri komin fram fullnægjandi sönnun á því að maðurinn hafi ekið bifreið í krappa beygju í ísingu og hálku án þess að horfa á veginn þegar hann náði í síma sem lá á gólfi bifreiðar hans. Óvenjuleg og sérstaklega hættuleg háttsemi Í niðurstöðu héraðsdóms segir að sú háttsemi að teygja sig eftir síma niður í gólf án þess að stöðva bifreiðina verði að teljast óvenjuleg og sérstaklega hættuleg háttsemi út frá þeim kröfum um aðgæslu sem eðlilegt er að ökumenn bifreiða sýni og eru mikilvægar til að tryggja eðlilegt umferðaröryggi. Af háttsemi mannins hafi augljóslega stafað mikil hætta. „Verður með engu móti fallist á að háttsemi stefnanda sé á nokkurn hátt sambærileg við það að teygja sig í miðstöð, kveikja á sætishita, útvarpi eða svara símtali í gegnum handfrjálsan búnað. Stjórntæki sem eru hönnuð til þess að hægt sé að stilla þau við akstur bifreiðarinnar eru staðsett í mælaborði, en ekki á gólfi bifreiðar. Þá eru röksemdir um að stefnandi hafi verið að forða hugsanlegu tjóni haldlausar. Sími hefur tæpast þá eiginleika að geta valdið tjóni þó að hann fari undir bensíngjöf eða bremsu, auk þess sem stefnanda var í lófa lagið að stöðva ökutækið og forða með því meintri hættu.“ Með vísan til þessa var Vís sýknað af kröfum mannsins. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður milli aðila málsins. Gjafsóknarkostnaður mannsins, 1,3 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag og birtur í dag, segir að maðurinn hafi krafið Vís um greiðslu 1,5 milljóna króna, svo að tryggingafjárhæð næmi fullum bótum en ekki 2/3 hluta líkt og Vís hafði greitt honum. Maðurinn hafi hlotið varanlegan miska upp á fjögur stig og varanlega örorku upp á fimm prósent. Vís hafi upplýst manninum um þá afstöðu sína að bótaréttur úr slysatryggingu ökumanns og eiganda félli niður um 1/3 hluta með vísan til þess að maðurinn hefði valdið tjóninu með stórkostlegu gáleysi með því að hafa ekið bifreið án þess að horfa á veginn þegar hann teygði sig í síma sem lá á gólfi bifreiðarinnar. Vildi meina að gáleysið hafi ekki verið stórkostlegt Maðurinn kærði afstöðu Vís til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem staðfesti afstöðu Vís. Því höfðaði maðurinn mál til greiðslu fullra bóta. Hann bar meðal annars fyrir sig að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi að ræða heldur aðeins einfalt gáleysi. Það geti ekki verið ástæða skerðingar bóta, með vísan til dómaframkvæmdar og fræðiskrifa. Hann byggði á því að ökulag hans hafi hvorki verið óvenjulegt né óvarlegt miðað við aðstæður þegar slysið varð. Hann hafi ekið á litlum hraða og lítil umferð hafi verið þegar slysið átti sér stað. Hann hafi verið með gild réttindi og bifreiðin verið í góðu ásigkomulagi. Hann hafi hvorki talað í símann né notað hann að öðru leyti þegar símtækið féll í gólfið. Þá væri óumdeilt að hann hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna, sem leitt hefði getað til þess að hann hefði ekki fullkomna stjórn á bifreiðinni. Skynsamlegra að taka símann upp en ekki Þá vísaði maðurinn til þess að þegar aðstæðurnar væru hafðar í huga gæti það ekki falið í sér stórkostlegt gáleysi að líta af veginum eitt augnablik. Sú háttsemi að sækja símann af gólfinu hafi beinlínis verið skynsamlegri og rökréttari en að gera það ekki. Munir, á borð við síma, veski, flösku og annað, geti farið undir bensíngjöf eða bremsu séu þeir ekki fjarlægðir. Slíkt hefði í tilviki hans getað leitt til mun alvarlegra slyss en þess sem raungerðist. Að mati hans fælist ekki meira frávik í háttsemi hans umrætt skipti en sem felst í því að teygja sig í miðstöðina, kveikja á sætishita eða útvarpi eða svara símtali í gegnum handfrjálsan búnað. Í öllum þeim tilvikum kæmist ökumaður ekki hjá því að líta af veginum í örskamma stund. Í öllu falli hafi háttsemi hans ekki falið í sér alvarlegri frávik frá viðurkenndum hegðunarreglum við stjórn ökutækja en einfalt gáleysi. Horfði ekki á hálan veg Vís bar hins vegar fyrir sig að háttsemi mannsins hafi falið í sér stórkostlegt gáleysi. Hann hafi ekið bifreiðinni á vegi þar sem var bæði hálka og ísing í aflíðandi beygju og ekið svo út af þegar kröpp beygja kom á afreinina. Vís teldi að með þessum óumdeildu málsatvikum væri komin fram fullnægjandi sönnun á því að maðurinn hafi ekið bifreið í krappa beygju í ísingu og hálku án þess að horfa á veginn þegar hann náði í síma sem lá á gólfi bifreiðar hans. Óvenjuleg og sérstaklega hættuleg háttsemi Í niðurstöðu héraðsdóms segir að sú háttsemi að teygja sig eftir síma niður í gólf án þess að stöðva bifreiðina verði að teljast óvenjuleg og sérstaklega hættuleg háttsemi út frá þeim kröfum um aðgæslu sem eðlilegt er að ökumenn bifreiða sýni og eru mikilvægar til að tryggja eðlilegt umferðaröryggi. Af háttsemi mannins hafi augljóslega stafað mikil hætta. „Verður með engu móti fallist á að háttsemi stefnanda sé á nokkurn hátt sambærileg við það að teygja sig í miðstöð, kveikja á sætishita, útvarpi eða svara símtali í gegnum handfrjálsan búnað. Stjórntæki sem eru hönnuð til þess að hægt sé að stilla þau við akstur bifreiðarinnar eru staðsett í mælaborði, en ekki á gólfi bifreiðar. Þá eru röksemdir um að stefnandi hafi verið að forða hugsanlegu tjóni haldlausar. Sími hefur tæpast þá eiginleika að geta valdið tjóni þó að hann fari undir bensíngjöf eða bremsu, auk þess sem stefnanda var í lófa lagið að stöðva ökutækið og forða með því meintri hættu.“ Með vísan til þessa var Vís sýknað af kröfum mannsins. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður milli aðila málsins. Gjafsóknarkostnaður mannsins, 1,3 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent