„Það er engin framtíð í þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 20:31 Þórólfur Ómar Óskarsson er ungur bóndi. Hann segir ekkert eftir til launagreiðslna þegar búið er að greiða af því sem greiða þarf af. arnar halldórsson Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira