Tvö ungmenni dæmd í bann fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:31 Örfáir stuðningsmenn Manchester City sungu ljóta söngva í kjölfar fregna um andlát Sir Bobby Charlton. Charlotte Tattersall/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur dæmt tvö ungmenni í bann frá leikjum liðsins fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton í kjölfar andláts knattspyrnumannsins fyrrverandi. Sir Bobby Charlton lést síðastliðinn laugardag, 86 ára að aldri. Hann var goðsögn í enskum fótbolta og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Manchester United, nágrönnum Englandsmeistaranna í Manchester City. Tilkynnt var um andlát Sir Bobby Charlton í hálfleik er Manchester City tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Eftir að tilkynningin var lesin upp heyrðust ljótir söngvar um Charlton úr stúkunni, sem forráðamenn Manchester City fordæmdu. Manchester City hefur nú borið kennsl á tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu það sem félagið kallar „viðbjóðslega söngva“ og dæmt þá í bann öllum leikjum liðsins. „Manchester City getur staðfest að borið hefur verið kennsl á tvö ungmenni í tengslum við viðbjóðslegu söngvana sem heyrðust á Etihad-vellinum í hálfleik á leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion um seinustu helgi,“ segir í yfirlýsingu Manchester City. „Einstaklingarnir sem um ræðir hafa verið dæmdir í bann frá öllum heima- og útileikjum liðsins og við höfum deilt upplýsingum um þá með lögreglunni í Manchester sem rannsakar málið.“ Á ferli sínum lék Sir Bobby Charlton yfir sex hundruð leiki fyrir Manchester United og skoraði í þeim 199 mörk. Með liðinu varð hann enskur meistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Þá lék hann lykilhlutverk er félagið varð Evrópumeistari árið 1968. Hann lék einnig 106 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 49 mörk og var hluti af liðinu er Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta, og enn eina, heimsmeistaratitil árið 1966. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Sir Bobby Charlton lést síðastliðinn laugardag, 86 ára að aldri. Hann var goðsögn í enskum fótbolta og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Manchester United, nágrönnum Englandsmeistaranna í Manchester City. Tilkynnt var um andlát Sir Bobby Charlton í hálfleik er Manchester City tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Eftir að tilkynningin var lesin upp heyrðust ljótir söngvar um Charlton úr stúkunni, sem forráðamenn Manchester City fordæmdu. Manchester City hefur nú borið kennsl á tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu það sem félagið kallar „viðbjóðslega söngva“ og dæmt þá í bann öllum leikjum liðsins. „Manchester City getur staðfest að borið hefur verið kennsl á tvö ungmenni í tengslum við viðbjóðslegu söngvana sem heyrðust á Etihad-vellinum í hálfleik á leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion um seinustu helgi,“ segir í yfirlýsingu Manchester City. „Einstaklingarnir sem um ræðir hafa verið dæmdir í bann frá öllum heima- og útileikjum liðsins og við höfum deilt upplýsingum um þá með lögreglunni í Manchester sem rannsakar málið.“ Á ferli sínum lék Sir Bobby Charlton yfir sex hundruð leiki fyrir Manchester United og skoraði í þeim 199 mörk. Með liðinu varð hann enskur meistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Þá lék hann lykilhlutverk er félagið varð Evrópumeistari árið 1968. Hann lék einnig 106 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 49 mörk og var hluti af liðinu er Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta, og enn eina, heimsmeistaratitil árið 1966.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira