Bellingham hetjan er Madrídingar snéru taflinu við gegn Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 16:14 Jude Bellingham reyndist hetja Real Madrid í dag. Alex Caparros/Getty Images Jude Bellingham reyndist hetja Real Madrid er liðið vann 1-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Barcelona byrjuðu betur og Ilkay Gundogan kom liðinu yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jude Bellingham hélt hins vegar frábærri byrjun sinni í liði Real Madrid áfram er hann jafnaði metin fyrir gestina með föstu skoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Lengi vel leit út fyrir að niðurstaðan yrði jafntefli, en Bellingham var aftur á ferðinni á annarri mínútu uppbótartíma og tryggði Madrídingum dramatískan sigur eftir stoðsendingu frá Luka Modric. Niðurstaðan því 1-2 útisigur Real Madrid sem nú er með 28 stig í 1. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir ellefu leiki, jafn mörg stig og Girona sem situr í 2. sæti en Real er með betri markatölu. Barcelona situr svo í 3. sæti með 25 stig. Fótbolti Spænski boltinn
Jude Bellingham reyndist hetja Real Madrid er liðið vann 1-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Barcelona byrjuðu betur og Ilkay Gundogan kom liðinu yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jude Bellingham hélt hins vegar frábærri byrjun sinni í liði Real Madrid áfram er hann jafnaði metin fyrir gestina með föstu skoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Lengi vel leit út fyrir að niðurstaðan yrði jafntefli, en Bellingham var aftur á ferðinni á annarri mínútu uppbótartíma og tryggði Madrídingum dramatískan sigur eftir stoðsendingu frá Luka Modric. Niðurstaðan því 1-2 útisigur Real Madrid sem nú er með 28 stig í 1. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir ellefu leiki, jafn mörg stig og Girona sem situr í 2. sæti en Real er með betri markatölu. Barcelona situr svo í 3. sæti með 25 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti