Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. október 2023 19:01 Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst um ákvörðun Íslands nokkrum mínútum áður en atkvæðagreiðsla fór fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fá fordæmi fyrir annarri eins togstreitu hjá stjórnarflokkunum eins og í þessu máli. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar er á sama máli. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir málið hafa verið í hefðbundnum farvegi. Vísir/Arnar Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira